Heimsbikarmót í USA 21. til 31.maí Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 21. maí 2010 09:55

Ásgeir Sigurgeirsson er að fara til Bandaríkjanna í fyrramálið, þar sem hann mun taka þátt í bæði Loftskammbyssu sem og Frjálsri skammbyssu (Free pistol), á heimsbikarmóti ISSF í Fort Benning. Hægt verður að fylgjast með framgangi mála á heimasíðu mótsins hérna. Ásgeir er þarna að keppa við þá bestu í þessum greinum og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur í keppni við þá.

AddThis Social Bookmark Button
 
Árgjöld 2010 farin í innheimtu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 20. maí 2010 17:19
Greiðsluseðlar vegna árgjalds 2010 verða sendir út næstu daga. Greiðslukvittun gildir sem félagsskírteini þar til þau verða tilbúin. Sú nýlunda verður tekin upp á svæðum félagsins að starfsmönnum verður óheimilt að selja þjónustu þess nema gegn framvísun gilds félagsskírteinis eða greiðslukvittunar. Félagsmenn SKOTREYN-ar sem nýta sér riffilaðstöðuna samkvæmt samning, þurfa að framvísa sínu félagsskírteini merktu SKOTREYN.  Eindagi árgjalds er 10.júní.
AddThis Social Bookmark Button
 
Okkar menn sigruðu í gær Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 20. maí 2010 10:27
Á Opna Akranesmótinu í loftbyssugreinunum sigruðu okkar menn. Sigfús Tryggvi Blumenstein sigraði í loftriffli með 542 stig og Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu með 582 stig. Nánar um úrslit hérna og eins fréttir af mótinu hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur félagsins 6. maí 2010 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. maí 2010 18:19
Aðalfundurinn var haldin 6. maí s.l. og vel var mætt á fundinn. M.a. voru lagabreytingar samþykktar á fundinum um m.a. inntöku nýrra skotgreina í félaginu. Það kom fram í skýrslu stjórnar og gjaldkera að í fyrsta skiptið í sögu félagsins hefur félagafjöldi farið yfir eittþúsund manns. Nánar í fundargerð aðalfundar
AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur SR í kvöld Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 06. maí 2010 07:30
Minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem haldinn verður í kvöld í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hann hefst kl. 19 og verður í aðalhúsi ÍSÍ á 3.hæðinni í sal E.
AddThis Social Bookmark Button
 
Minningarmótinu lokið Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 05. maí 2010 10:41
Á minningarmótinu um Hans Christensen sem haldið var í Egilshöllinni í gær sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla með 579 stig. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 557 stig. Alls mættu 15 keppendur til leiks.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>

Síða 215 af 250

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing