Áramótið í skeet endurvakið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. desember 2009 22:54

Meðan félagið hafði aðstöðuna í Leirdal var haldið mót í haglabyssugreininni Skeet á hverju ári. Mótið var kallað ÁRAMÓTIÐ og var haldið á Gamlársdag. Þetta mót var ávallt síðasta íþróttamótið sem haldið var á landinu á hverju ári.

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Erum komin á Facebook Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 30. nóvember 2009 19:15
Félagið er nú komið með síðu á Facebook. Þið getið skoðað síðuna með því að smella á slóðina hér til hægri.
AddThis Social Bookmark Button
 
NÝTT Íslandsmet hjá Ásgeiri í dag !!! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. nóvember 2009 18:33

Ásgeir SigurgÁsgeir Sigurgeirssoneirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti í dag Íslandsmet sitt í loftskammbyssu um heil 5 stig.

 Hann skaut 586 stig í aðalkeppninni og bætti svo um betur og skaut 99,4 í úrslitunum (final) og bætti því heildarmetið líka eða alls 685,4 stig. Með þessu er hann að stimpla sig inn í hóp bestu skotmanna Evrópu. Þess má geta að danska metið með final er 679 stig en það sænska er aðeins hærra eða 686,7 stig en það met á tvöfaldur Ólympíumeistari þeirra Svía, Ragnar Skanaker.

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Riðlaskipting mótsins á laugardag komin Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009 11:22

Á landsmótið í loftbyssugreinunum á laugardaginn eru skráðir keppendur 24 talsins. Keppt verður í 2 riðlum sem hefjast kl.10 og 12. Úrslitin hefjast svo kl.14:30. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.19-21. Riðlaskiptingin er komin hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í loftbyssugreinum á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 09. nóvember 2009 13:35
Á laugardaginn kemur verður haldið fyrsta landsmót vetrarins í kúlugreinum. Þar verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli. Mótið fer fram í aðstöðu okkar í Egilshöllinni og hefst kl.10 að morgni. Skráningu á mótið lýkur annað kvöld en þá þurfa þau félög sem ætla að senda keppendur á mótið að vera búinn að senda okkur skráningar sínar. Okkar keppnisfólk þarf að hafa samband við skrifstofuna og skrá sig á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
AddThis Social Bookmark Button
 
Lokakeppni ISSF stendur nú yfir í Kína Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 26. október 2009 21:31
Lokakeppni Alþjóðaskotsambandsins stendur nú yfir í Kína. Þar keppa 10 efstu eftir keppnistímabilið í hverri grein. Nú stendur yfir keppni í kúlugreinunum og síðan hefst keppni í haglabyssunni seinna í vikunni. Fylgjast má með framvindu mála á heimasíðu Alþjóðaskotsambandsins ISSF.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>

Síða 213 af 238

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing