Byrjendanámskeið í haglabyssu-skeet að hefjast Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 04. júní 2010 21:34
Framundan eru byrjendanámskeið í haglabyssuskotfimi-skeet. Kennari verður Gunnar Sigurðsson yfirþjálfari félagsins. Fyrsta námskeiðið verður laugardaginn 13.júní og hefst það kl. 10 að morgni, mæting 9:45.  Skotmenn og konur þurfa að mæta með eigin byssu og skot, 1 pakka af 24gr skeet skotum. Verð fyrir námskeiðið er kr. 2,000 en fyrir félagsmenn með greitt árgjald er verðið aðeins kr. 500. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
AddThis Social Bookmark Button
 
Opið á morgun. laugardag kl.10-21 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 04. júní 2010 21:26
Opið verður á morgun laugardag kl. 10 til 18. Skotvopnanámskeið lögreglunnar og UST fer fram frá kl. 10 til uþb 12 þannig að einhver truflun getur orðið á hefðbundnum æfingum í riffilskýlinu. Það ætti þó ekki að hafa mikil trulfanid áhrif frekar en áður.
AddThis Social Bookmark Button
 
Opið frá kl. 12 til 21 í dag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. júní 2010 10:48
Opið frá kl. 12 - 21 . Verið að skipta um batta þannig að gæti orðið smá töf fyrripartinn. Vinsamlegast hringið í umsjónarmann til að afla upplýsinga um stöðu.
AddThis Social Bookmark Button
 
Félagið á afmæli í dag, 143 ára Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. júní 2010 08:00

Merki SR 2 juni 1867Félagið okkar er 143 ára í dag en það var stofnað 2.júní 1867. Einsog allir vita er félagið elsta íþróttafélag landsins. Í upphafi fóru æfingar félagsins fram við Tjörnina og var þar félagsheimilið. Skothúsvegur dregur nafn sitt af því. Margir helstu fyrirmenn bæjarins voru félagsmenn og mættu reglulega á æfingar. Þær voru haldnar á litlum tanga sem lá útí Tjörnina. Hér til hliðar er merki félagsins sem notað var í upphafi. Ýmsa hluti frá fyrstu árum þess má sjá á Þjóðminjasafninu. Myndir frá starfi félagsins á árum áður verða aðgengilegar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir lenti í 36.sæti Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. maí 2010 18:37
Þá er heimsbikarmótinu í USA lokið og hafnaði Ásgeir í 36.sæti í fríbyssunni. Fínn árangur hjá honum en hann skoraði 536 stig sem er talsvert frá hans besta árangri en þetta var hans fyrsta heimsbikarmót í fríbyssu. Nú er bara að bretta upp ermar og undirbúa sig fyrir næsta mót.
AddThis Social Bookmark Button
 
Sumaropnun tekur gildi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. maí 2010 11:17
Nú er sumaropnun svæða félagsins komin í framkvæmd. Lokað verður í Egilshöllinni í sumar nema að opið verður kl.19-21 á fimmtudögum í júní og ágúst. Við opnum svo aftur í október. Á Álfsnesi verður opið kl.16 til 21 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Á miðvikudögum verður opið frá kl.12 til 21 og svo á laugardögum kl.10 til 18. Mótahald getur truflað þetta eitthvað og eins sérgreinaæfingar en vonandi verður það í lágmarki.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>

Síða 212 af 249

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing