|
Sunnudagur, 28. ágúst 2011 19:28 |
|
Þorgeir M. Þorgeirsson varð Reykjavíkurmeistari í karlaflokki en Margrét E. Hjálmarsdóttir í kvennaflokki. Gunnar Sigurðsson sigraði í B-úrslitum á Reykjavík Open í dag. Pétur T. Gunnarsson úr SÍH sigraði í A-úrslitum og eins á Bikarmóti STÍ. Sigurþór Jóhannesson úr SÍH tryggði sér Bikarmeistaratitil karla, Sigurður Unnar Hauksson úr SKH varð bikarmeistari unglinga og Árný G. Jónsdóttir úr SA í kvennaflokki. Árný jafnaði einnig eigið Íslandsmet eftir 3 hringi, 33 dúfur. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍH en okkar lið urðu í 2. og 3.sæti. Nánari úrslit eru hérna í REK-Open og Bikarmótinu. Eins hafa nokkrar myndir bæst við af verðlaunahöfum ofl hérna.
  
|
|
|
Laugardagur, 27. ágúst 2011 15:35 |
|
Eftir fyrri daginn á Reykjavík Open skeet mótinu er Guðmann Jónasson úr Markviss á Blönduósi efstur. Nánari tölur eru hérna. Í b-úrslitum er Kristinn Rafnsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar efstur. Eins eru komnar myndir á myndasíðuna.



|
|
Laugardagur, 27. ágúst 2011 07:07 |
|
Vegna Reykjavíkurmótsins verður lokað á haglavöllum til kl.16:00 í dag. Opið er samkvæmt dagskrá á riffilvelli. Á sunnudaginn hefst mótið kl.11:00 samkvæmt heimild Heilbrigðiseftirlits.
|
|
Föstudagur, 26. ágúst 2011 20:36 |
|
Eftir fyrri daginn á mótinu um helgina fara 11 efstu í A-úrslit en hinir 10 í B-úrslit.
|
|
Föstudagur, 26. ágúst 2011 17:51 |
|
Á Reykjavík Open mótinu um helgina er Örn Valdimarsson yfirdómari og kviðdóm skipa þeir Bergþór Pálsson úr MAV, Hörður S. Sigurðsson úr SÍH og Stefán G. Örlygsson úr SR. Mótsstjóri er Guðmundur Kr. Gíslason. Fjöldi styrktaraðila koma að mótinu og færum við þeim þakkir fyrir. Þau eru Hlað, Ellingsen, Týr-heildverslun, Garmin-búðin, Vesturröst, Veiðihúsið-Sakka, Ísnes-heildverslun, Beretta, Swarovski, ÍBR, Prentlausnir, Margt-Smátt, Prentun og Pökkun og ÓJK-heildverslun.
|
|
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011 09:08 |
|
Um næstu helgi er Reykjavíkurmeistaramótið, Reykjavik Open, í Skeet haldið á Álfsnesinu. Samhliða er keppt á Bikarmeistaramóti STÍ. Þar verður skorið úr um hver hlýtur titilinn Bikarmeistari STÍ 2011. Keppnin er afar hörð því fyrir mótið er Örn Valdimarsson jafn Sigurþóri Jóhannessyni að stigum. Skráningu á mótið lýkur í kvöld.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 229 af 298 |