Laugardagur, 28. maí 2011 18:22 |
Nú líður senn að fyrsta hreindýranámskeiðinu í sumar. Reiknum með að þau hefjist uppúr miðjum Júní en það verður auglýst þegar nær dregur. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl meðal tilvonandi hreindýraveiðimanna og annrra sem áhuga hafa á slíkum veiðum. Kennarar verða sem áður þeir Jóhann Vilhjálmsson og Vignir J. Jónasson.
|
|
Föstudagur, 27. maí 2011 15:52 |
Á mánudaginn hefjast Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein. Við eigum þar 3 keppendur, þau Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunni Harðardóttur og Guðmund Helga Christensen. Við flytjum af þeim fréttir jafnóðum og þær berast.
|
Föstudagur, 27. maí 2011 15:50 |
Grafarvogsdagurinn er á morgun laugardag. Opið verður hjá okkur í Egilshöllinni kl.10-13 þar sem gestir geta fengið að prófa að skjóta úr loftrifflum. Aldurstakmark er 15 ára en þeir sem eru 15-18 ára þurfa að koma með skriflegt leyfi frá foreldrum til að geta prófað !
|
Föstudagur, 27. maí 2011 15:24 |
Keppnismannaæfing í skeet verður miðvikudaginn 1.júní og hefst kl.17. Allir sem hug hafa á að taka þátt í mótum með okkur eru hvattir til að mæta og taka þátt. Okkar bestu leiðbeinendur verða á staðnum.
|
Föstudagur, 27. maí 2011 10:09 |
Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum var haldið á miðvikudaginn. Reykjavíkurmeistarar urðu í loftskamm byssu Jórunn Harðardóttir og Gunnar Þ.Hallbergsson, og í loftriffli Guðmundur H.Christensen og Jórunn Harðardóttir. Úrslit eru hérna og eins myndir á
|
Fimmtudagur, 26. maí 2011 19:05 |
Vetrarstarfinu í Egilshöll er nú lokið. Opið verður á fimmtudögum frá 9.júní kl.19-21 til 30.júní, lokað í júlí og svo opið á fimmtudögum í ágúst og september kl.19-21.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 234 af 296 |