Norma mótið í sumar ! Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 20. apríl 2010 10:28

Verslunin Hlað hefur ákveðið í samvinnu við SR og sænska skotframleiðandann Norma, að endurtaka mótið sem haldið var í fyrra. Við höfum þegar ráðstafað riffilvellinum undir mótið sem haldið verður laugardaginn 17.júlí og hefst það kl. 13:00. Opið verður fyrir almennar æfingar kl. 10 - 12 þennan dag. Á mótinu verður einungis hægt að keppa með Norma verksmiðjuskotum og aðeins í caliberunum 308 og 6,5x55.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrsta landsmót keppnistímabilsins í skeet í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. apríl 2010 18:59
Þá er mótinu í Hafnarfirði lokið. Úrslitin má nálgast hérna. Okkar maður Örn Valdimarsson varð í öðru sæti og eins komst Þorgeir Þorgeirsson í úrslit og hafnaði í 6 sæti. Liðið okkar skipað Erni og Þorgeiri ásamt Einar Einarssyni endaði í öðru sæti. Unglingurinn okkar hann Óskar Karlsson hafnaði í 17.sæti á sínu fyrsta móti. Fínn árangur hjá þeim öllum.
AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í loftbyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. apríl 2010 17:37
Íslandsmótið í loftskammbyssu og loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Úrslitin eru hérna og myndir hérna. Helstu úrslit urðu þau að Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í skammbyssu karla, Jórunn Harðardóttir í skammbyssu kvenna, Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli karla, Jórunn í loftriffli kvenna, Íris Eva Einarsdóttir í loftriffli unglinga, Steinunn Guðmundsdóttir í loftskammbyssu unglinga í kvennaflokki, en hún setti í leiðinni nýtt Íslandsmet með final, Skúli F. Sigurðsson í skammbyssu unglinga í karlaflokki og A-Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni með þá Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmund Helga Christensen og Guðmund Kr. Gíslason innanborðs.
AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting Íslandsmótanna komin hér Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 13. apríl 2010 23:41

Riðslaskipting íslandsmótanna í loftbyssugreinunum er sem hér segir:

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Skráningu á Íslandsmótin í loftbyssu að ljúka Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 13. apríl 2010 00:28
Skráningu á Íslandsmótin í loftbyssugreinunum, sem haldin verða í Egilshöllinni á laugardaginn, lýkur á morgun. Félagar í SR eiga að vera búnir að skrá sig en við getum samt komið fleirum að ef ósk um skráningu berst fyrri partinn í dag á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  
AddThis Social Bookmark Button
 
Peeter Pakk að koma til þjálfunar Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 07. apríl 2010 21:37
Á morgun kemur til landsins landsliðsþjálfarinn Peeter Pakk. Peeter hefur starfað hér af og til síðan fyrir aldamót. Hann hefur komið reglulega og þjálfað landsliðshópinn okkar í skeet. Hann verður hér til sunnudags við þjálfun landsliðsins.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>

Síða 254 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing