Mánudagur, 16. júní 2014 09:20 |
Það verður opið á Álfsnesi kl. 12 til 18 á þjóðhátíðardaginn 17.júní
|
|
Sunnudagur, 15. júní 2014 19:32 |
Á landsmótinu á Blönduósi í skeet, áttum við aðeins einn keppanda í karlaflokki, Kjartan Örn Kjartansson, sem stóð sig með prýði og hafnaði í 6.sæti með 101 stig. Sigurvegari varð Grétar M.Axelsson úr SA með 113 stig, annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 112 stig og Sigurður J. Sigurðsson úr SÍH með 105 stig. Sveit SA jafnaði Íslandsmet SR í liðakeppninni með 315 stig.
|
Sunnudagur, 15. júní 2014 19:20 |
Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í heimsbikarmótinu í Maribor í Slóveníu þessa dagana. Hann keppti í dag í undankeppninni í frjálsri skammbyssu í dag en lenti í vandræðum og komst ekki áfram í lokakeppnina. Skorið var 535 stig (86-89-89-91-92-89) Hann keppir svo í loftskammbyssu á fimmtudaginn.
|
Sunnudagur, 15. júní 2014 14:07 |
Á Vormóti SR í Benchrest í dag sigraði Bergur Arthúrsson SR með 242/5x, Valdimar Long SR varð annar með 242/4x og Kjartan Friðriksson SR þriðji með 238/4x. Jóhannes Kristjánsson SR var mótsstjóri og sá um dómgæslu. Það gekk á með skúrum, nv og sv 8 - 15 metrum á mótsstað. Skotið var Score á 200 metrum.
|
Laugardagur, 14. júní 2014 20:02 |
Þá er fyrri degi lokið á Landsmóti STÍ á Blönduósi. Kvennalið SR, þær Lísa, Dagný og Eva jöfnuðu Íslandsmetið í liðakeppni sem að þær settu í Þorlákshöfn í lok maí. Lísa Óskarsdóttir, SR sigraði í 0 flokk á 35 dúfum, Snjólaug M Jónsdóttir, MAV sigraði í 3 flokk á 47 dúfum og jafnaði sitt eigið Íslandsmet frá því á Norðurlandsmótinu í ágúst í fyrra. Úrslit í kvennaflokk urðu síðan eftirfarandi, 1. Snjólaug M Jónsdóttir, MAV 47 dúfur, 2. Lísa Óskarsdóttir, SR 35 dúfur, 3. Helga Jóhannsdóttir, SÍH 33 dúfur. Efstu menn í karlaflokki eftir fyrri dag eru Grétar Mar Axelsson SA á 67 dúfum, Hákon Þór Svavarsson SFS á 67 dúfum, Guðlaugur Bragi Magnússon SA á 66 dúfum, Hörður Sigurðsson SÍH á 61 dúfu, Sigurður Jón Sigurðsson á 61 dúfu og Stefán Örlygsson SKA á 60 dúfum.
|
Miðvikudagur, 11. júní 2014 11:23 |
Ásgeir lauk keppni í loftskammbyssu á heimsbikarmótinu í München í 37.sæti af 117. Skorið var 574 stig og 24x-tíur (96-95-95-95-98-95). Ellert Aðalsteinsson hóf keppni í skeet í morgun og var með 23 í fyrsta hring og 17 í seinni
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 142 af 296 |