Sunnudagur, 11. maí 2014 16:32 |
        |
Í dag var tilktektardagur á svæðinu okkar í Álfsnesi. Fjöldi félagsmanna mætti og lagði sitt af mörkum. Stjórnin þakkar öllum þeim sem gáfu tíma sinn í dag og þá sérstaklega formanni skemmtinefndar, Dagnýju H. Hinriksdóttur, fyrir framtakið. Í lokin var grillveisla að hætti hússins. |
|
|
Miðvikudagur, 07. maí 2014 11:11 |
Vegna veðurs verður opið á Álfsnesi í dag fyrir félagsmenn SR frá kl.12:00 til 19:00
|
Þriðjudagur, 06. maí 2014 16:50 |
Nú er vetrarstarfinu að ljúka og er síðasti opnunardagur tímabilsins fimmtudaginn 8.maí. Vetrarstarfið hefst svo aftur mánudaginn 6.október 2014
|
Mánudagur, 05. maí 2014 13:24 |
Sunnudaginn 11.maí 2014 er tiltektardagur á Álfsnesi. Mæting er kl. 10 og reiknað með að klára uppúr kl. 14:00
Dagný ætlar að grilla eitthvað góðgæti fyrir okkur í lokin.
|
Sunnudagur, 04. maí 2014 15:37 |
Þá er Franska meistaramótinu í Skeet-haglabyssu lokið og endaði Sigurður Unnar Hauksson í öðru sæti í unglingaflokki með 110 stig (23-20-21-24-22), frábært hjá honum. Í karlaflokki endaði Ellert Aðalsteinsson í 12.sæti með 109 stig (23-22-23-22-19). Anthony Terras frá Frakklandi sigraði með 119 stig, José Aramburu frá Spáni varð í 4.sæti með 117 stig, Marko Kemppainen frá Finnlandi í 5.sæti einnig með 117 stig, og Heikki Meriluoto frá Finnlandi í 7.sæti með 114 stig. Fínn túr hjá okkar mönnum en þeir voru í æfingabúðum á Spáni vikuna fyrir mótið með Finnunum og Spánverjanum.
|
Laugardagur, 03. maí 2014 18:55 |
Fyrri deginum á Franska meistaramótinu er lokið og er Ellert í 10.sæti á 68 stigum (23-22-23) og Sigurður Unnar er í 3ja sæti í unglingaflokki með 64 stig (23-20-21) Anthony Terras frá Frakklandi er efstur með 72 stig (24-24-24), Aramburu frá Spáni er í 5.sæti með 69 stig (24-23-22) og Kemppainen frá Finnlandi í 7.sæti einnig með 69 stig (24-24-21) Í kvennaflokki varð Marjut Heinonen frá Finnlandi í 2.sæti.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 147 af 296 |