Laugardagur, 04. apríl 2009 19:50 |
Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12.júlí í sumar. Í skotgreinum verður keppt í SPORTING-haglabyssu, SKEET-haglabyssu, Staðlaðri Skammbyssu og Loftskammbyssu. Fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjavíkur mun Skotfélag Reykjavíkur senda keppendur í allar greinar einsog áður og stefnir að því að verja sigurinn frá síðustu tveimur Landsmótum þar sem við höfum sigrað í heildarstigakeppni mótanna í skotfimi. Reykjavík má senda 4 keppendur í hverja grein og munum við velja þá tímanlega. Væntanlega verður hver og einn að sjá um sig með gistingu og má reikna með að flestir mæti með tjöld, fellihýsi eða hjólhýsi. Nánar má lesa um landsmótið á heimasíðu UMFÍ.
|
|
Laugardagur, 04. apríl 2009 18:48 |
Á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu í dag unnu okkar keppnisfólk öll gullverðlaunin. Karl Kristinsson í karlaflokki, í liðakeppninni fengum við líka gullið með þá Karl, Jón Árna Þórisson og Sigurð Sigurðsson innaborðs og svo í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari. Frábær árangur, hamingjuóskir til ykkar allra. Mótaúrslitin eru inná STÍ síðunni.
|
Fimmtudagur, 02. apríl 2009 12:52 |
Um næstu helgi fara fram 3 Íslandsmót í skotfimi. Á laugardag er keppt í Staðlaðri skammbyssu í Digranesi og í Þríþraut í riffli í Egislhöll. Á sunnudag er svo keppt í Sport skammbyssu í Digranesi.
|
Föstudagur, 27. mars 2009 17:37 |
Landsliðsæfingar í skeet hafa staðið yfir í dag. Peeter Pakk frá Eistlandi hefur verið á æfingum í dag með landsliði okkar. Peeter er nú landsliðsþjálfari Finna en sá af nokkrum dögum til að kíkja á okkar menn. Þeir verða við æfingar á Álfsnesi í dag, á morgun laugardag og svo fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftirliti til æfinga á sunnudaginn líka. Nokkrar myndir frá æfingunum í dag eru hérna.
|
Þriðjudagur, 24. mars 2009 08:28 |
Í nýju ISSF-alþjóðareglunum er m.a.ein breyting sem skiptir skammbyssuskotmenn máli. Gikkþyngdin í Grófri Skammbyssu hefur verið að lágmarki 1360 grömm hingað til en hefur nú verið lækkuð til samræmis við Staðlaða og Sport skammbyssu í 1000 grömm.
|
Laugardagur, 21. mars 2009 17:54 |
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði á Íslandsmótinu í Frjálsri Skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 279 af 291 |