|
Miðvikudagur, 12. september 2018 11:51 |
|
Tilkynning frá ÍSTAK:
Unnið verður á vegum Ístaks við borun og sprengingar í grunni nýbyggingar á svæði Sorpu í Álfsnesi næstu daga. Fyrirhugað er að hefja verkið föstudaginn 14. september og áætlað að því verði lokið á sunnudag 16.09 eða mánudag 17.09 í síðasta lagi. Sprengingar verða byrgðar með sprengimottum og verða ekki send út nein frekari skilaboð um það hvenær yfir daginn sprengt verður. Ekki er búist við miklum truflunum út fyrir vinnusvæði okkar.
|
|
|
Þriðjudagur, 04. september 2018 10:23 |
|
   Íslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest á 100 og 200 metrum fer fram um næstu helgi á Álfsnesi. Skráningar frá aðildarfélögum STÍ þurfa að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn fyrir mót. Keppni í 100 metra færi á laugardaginn og á 200 metrum á sunnudaginn.
Keppnin hefst kl. 10:00 báða dagana, þannig að keppendur þurfa að mæta tímanlega til að stilla upp og láta vigta riffla kl.09:00.
Dregið verður með tölvuútdrætti kl.15:00 á miðvikudegi fyrir mót og röð keppenda birt hér seinna þann dag.
Mótagjald er kr. 4,000 sem greiðist á staðnum eða millifærist á reikning félagsins.
Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.17-20.
UPPFÆRT kl.16:08 . Nú er búið að draga í riðla báða dagana og má sjá það á meðf skjölum
|
|
Laugardagur, 01. september 2018 16:36 |
|
 Þá er fyrri deginum á SR OPEN og Bikarmóti STÍ lokið. Nokkrar myndir eru á FB síðu félagsins.
|
|
Fimmtudagur, 30. ágúst 2018 17:13 |
|
Um helgina verður Bikarmót STÍ og Reykjavík Open keyrð samhliða. Tímataflan er klár en keppt verður á velli 2. Lokað er á haglavöllum félagsins á laugardaginn vegna mótsins til kl.14Â Keppnisæfing kl.17-21 á föstudaginn.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 75 af 298 |