Þorsteinn sigraði í Þrístöðunni á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 28. mars 2017 20:32

2017denniisafjUm helgina fóru fram Vestfjarðamótin í riffilgreinum. Á laugardag var keppt í 50 metra liggjandi riffli og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,9 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 603,6 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 602,5 stig.

Í Kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 614,4 stig, önnur varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 585,5 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 566,4 stig. Samanlagður liðsárangur þeirra er er nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1.767,3 stig.

Á sunnudaginn var keppt í 50 metra þrístöðu og sigraði Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 962 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 932 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr SR með 921 stig.

Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 514 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 475 stig og Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK varð þriðja með 394 stig. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í liðakeppni í kvennaflokki 1,383 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Grétar Mar Axelsson Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. mars 2017 14:47

2017stdislmeist2017stdislm1232017stdislmallir2017stdislmlid2017stdislmsalid2017stdislmsrblid2017stdislmot18marÍslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 526 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 524 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 506 stig. Í liðakeppninni varð lið Skotíþróttafélags Kópavogs Íslandsmeistari með 1,532 sti en liðið var skipað ásamt Ívari þeir Eiríkur Ó.Jónsson og Friðrik Goethe. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,511 en Haukur F.Möller var í sveitinni ásamt þeim Grétari og Þórði. Í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,477 stig en þá sveit skipuðu þau Jórunn Harðardóttir, Jón Árni Þórisson og Ólafur Gíslason með 1,477 stig. Eins voru Íslandsmeistarar krýndir í hverjum flokki. Í 1.flokki var það Grétar M.Axelsson, í 2.flokki Eiríkur Ó. Jónsson, Ívar Ragnarsson í 3.flokki og Haukur F. Möller í 0.flokki byrjenda.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ í Egilshöllinni á laugardag vegna móts Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 17. mars 2017 17:25

Lokað verður í Egilshöllinni á laugardaginn en athugið að það er opið á Álfsnesi kl.12 til 17

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. mars 2017 21:39

2017stdridlarislmot1aw93 Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn kemur. Alls eru skráðir til leiks 17 keppendur. Mótið hefst kl. 10:00. Keppt er með cal.22lr skammbyssum og skotið á 25 metra færi, 4x5 skotum á 150 sek, 4x5 skotum á 20 sek og 4x5 skotum á 10 sekúndum eða alls 60 skotum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir er kominn í úrslit á EM í Slóveníu Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. mars 2017 09:36

rigwowskotfimi2017airpistolÁsgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu. Hann átti mjög góðan endasprett en hann endaði á 578 stigum (93 98 99 95 94 99) og 18x-tíur ! Úrslitin hefjast kl.10:00 og verða send út í lifandi mynd hérna: http://esc-shooting.org/livemaribor2017/

UPPFÆRT: Ásgeir hafnaði í 7.sæti af 68 keppendum að þessu sinni. Hann er í hörkuformi og er vonandi tilbúinn í átök næstu missera við að tryggja sér þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Japan 2020. Hægt er að sjá nánari úrslit hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Evrópumeistaramótið í Slóveníu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 09. mars 2017 21:07

asgsig loft m steyrjorunnhardarap40.jpgEvrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Maribor í Slóveníu. Við eigum þar tvo keppendur, Ásgeir Sigurgeirsson, sem keppir í loftskammbyssu föstudaginn 10.mars kl.08:00 og Jórunni Harðardóttur sem keppir á laugardaginn 11.mars kl. 08:30.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 16 af 218

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing