Christensen mótið á miðvikudaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. apríl 2017 18:23

2016 christensen123skammbHið árlega Christensen-mót í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni miðvikudaginn 3.maí. Breyting verður á fyrirkomulaginu frá því sem áður hefur verið og verður nú skipt í riðla. Fyrri riðill hefst kl.17:00 og seinni kl.19:00. Keppendur þurfa að senda skráningu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. í síðasta lagi mánudaginn 1.maí. Reynt verður að verða við óskum um riðla.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í 50m Þrístöðu riffli á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. apríl 2017 10:05

2017tristislmridlarniccolo3posÍslandsmótið í 50 metra Þrístöðu riffli fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn og hefst fyrri riðillinn kl. 10:00 og seinni kl. 13:30

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Viktoríu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. apríl 2017 07:50

2017vestlmotviktoria012017vestloftÁ Vesturlandsmótinu sem haldið var í aðstöðu Skotfélags Vesturlands á Borgarnesi í gærkvöldi bætti Viktoría E.Þ. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur eigið Íslandsmet í Loftriffli unglinga og endaði með 362,6 stig ! Loftskammbyssu karla var keppnin óvenju spennandi en Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði með 568 stig, aðeins 3 stigum á eftir varð Thomas Viderö úr SFK með 565 stig og í þriðja sæti hafnaði Ívar Ragnarsson úr SFK með 563 stig. Í Loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 371 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet á Reykjavíkurmótinu Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 24. apríl 2017 07:48

2017 loftrekmot2107 rekmotrvkmeist2107 loftrekskbjor2017 loftrekriffungl2017 loftrekskbka1232017 loftrekriff122017 loftrek123riffkv2017 loftrek123unglReykjavíkurmeistaramótið í loftbyssugreinunum var haldið í Egilshöllinni 19.apríl s.l. Í unglingaflokki kvenna sigraði Viktoría E. Bjarnarson úr SR á nýju Íslandsmeti 335,0 stig. Í unglingaflokki karla sigraði Magnús G. Jensson úr SK en hann var í sveit Skotdeildar Keflavíkur sem bætti eigið Íslandsmet með 1,398.1 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 392,4 stig. Jórunn sigraði einnig í loftskammbyssu kvenna með 372 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 577 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmótið 19. apríl í loftgreinum... Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 18. apríl 2017 09:09

Reykjavíkurmótið verður haldið á morgun í Egilshöll, 19. apríl. Mótið verður haldið með hefðbundnu sniði, án riðlaskiptingar. Fyrstu keppendur geta byrjað kl 17:00 og þeir síðustu kl 20:00. Keppnisæfing er á opnunartíma í dag, þriðjudag, milli 19:00 og 21:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Sportskammbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. apríl 2017 19:51

2017jonthorislmsportskb2017sposkbislmot9aprÍslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. 18 keppendur mættu til leiks og fór svo að Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 546 stig og 10 X-tíur, annar varð Grétar Mar Axelsson úr SA einnig með 546 stig og 6 X-tíur og í þriðja sæti með 539 stig var Ívar Ragnarsson úr SFK. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Sktíþróttafélags Kópavogs (SFK) með 1,605 stig en sveitina skipuðu Ívar Ragnarsson,Friðrik Goethe og Eiríkur Ó.Jónsson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) með 1,541 stig en hana skipuðu Ólafur Gíslason,Kolbeinn Björgvinsson og Jórunn Harðardóttir. Í þriðja sæti hafnaði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,540 en sveitin var þannig skipuð: Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Á.Þórisson.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 14 af 218

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing