|
Föstudagur, 22. desember 2017 09:49 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2017 :
Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu. Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loft skammbyssu.
Hann komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu og hafnaði þar í 7.sæti í loftskammbyssu. Einnig lenti hann í 10.sæti í blandaðri liðakeppni ásamt Jórunni Harðardóttur. Smáþjóðaleikunum í San Marinó vann hann gullið. Hann varð í 22.sæti á Heimsbikarmótinu í Munchen og í 32.sæti á Evrópumeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í Frjálsri skammbyssu.
|
Nánar...
|
Mánudagur, 18. desember 2017 14:03 |
Alþjóða skotíþróttasambandið ISSF var rétt í þessu að tilkynna breytingar í nokkrum kvennagreinum. Breytingarnar eru þessar :
- 10m loftriffill og loftskammbyssa kvenna fer úr 40 skotum í 60 skot
- 50m og 300m þrístöðuriffill fer úr 3x20 skot í 3x40 skot
- Skeet og trap haglabyssa fer úr 75 skífum í 125 skífur
STÍ breytir því mótaskrá vetrarins hér með samkvæmt ofangreindu.
|
Sunnudagur, 10. desember 2017 19:28 |
Áramótið í skeet verður haldið á Álfsnesi laugardaginn 6.janúar 2018. Mæting kl.11:30 og mótið hefst svo kl.12:00. Skotnir verða 3 hringir eftir forgjafarkerfi SR. Allir velkomnir.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 82 af 293 |