Áramótið í Riffli laugardaginn 30. desember... Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 08. desember 2017 21:43

br islm2013 soffiabergssraramot100mskifasraramot200mskifasraramottexHið árlega áramót félagsins í riffli verður haldið laugardaginn 30.des á Álfsnesi.

Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni kl.12:00 
 Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi, 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð.
 Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur.
 Gott væri að fá skráningu senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ Á ÁLFSNESI á laugardag en opið á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 07. desember 2017 11:30

Vegna afmælisfagnaðar félagsins í Egilshöllinni á laugardaginn verður svæðið á ÁLFSNESI lokað þann daginn en í staðinn verður opið á Sunnudaginn á sama tíma, kl.12-16 !!!

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmótin um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 07. desember 2017 11:26

201750mrifflmot9des 2017 tristada lmot 10desridlarHérna kemur riðlaskipting landsmótanna um helgina í Egilshöllinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Afmælisfagnaður félagsins á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 06. desember 2017 13:10

srskothusvtjornina1890Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu  laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi. Boðið verður upp á kaffi og með því en á sama tíma verður í gangi keppni og verðlaunaafhending í enskum riffli (60 skotum liggjandi). Við vonumst eftir að sem flestir félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins sjái sér fært að mæta, taki þátt í afmælisfagnaðinum og fagni þessum tímamótum með okkur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót á Borgarnesi í loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. nóvember 2017 09:58

Landsmót í loftbyssugreinunum fór fram á Borgarnesi í dag. Í loftriffli unglinga bætti Magnús Guðjón Jensson úr Skotdeild Keflavíkur eigið Íslandsmet í unglingaflokki úr 513,4 stigum í 549,0 stig. Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í loftskammbyssu karla með 552 stig. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki í loftskammbyssu með 360 stig og í loftriffli með 402,5 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 583,5 stig. Nánar á sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Árni sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. nóvember 2017 19:32

2017std7jan2017stdnov1232017stdnov1lid2017stdnov2lid2017stdnovlidinFyrsta landsmót Skotíþróttasambands Íslands á þessu keppnistímabili var haldið í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Keppt var í Staðlaðri skammbyssu og sigraði Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 509 stig, annar varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 468 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir með 466 stig úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,435 stig en hana skipuðu Jón Árni, Kolbeinn og Engilbert Runólfsson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,345 stig skipuð Þórði Ívarssyni, Þorbjörgu Ólafsdóttur og Hauki F. Möller.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>

Síða 83 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing