|
Sunnudagur, 16. júlí 2017 10:00 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilshöllinni mánudaginn 31.júlí n.k. kl.20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
|
Mánudagur, 12. júní 2017 08:17 |
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvöllum Skotfélags Reykjavíkur um helgina. Í karlaflokki sigraði Stefán G.Örlyggson úr Skotfélagi Akraness með (115/25), annar varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með (110/25) og í þriðja sæti Jakob Þ.Leifsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með (99/125). Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 311 stig en sveitin var skipuð Erni Valdimarssyni, Guðmundi Pálssyni og Kjartani Erni Kjartanssyni. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akraness með 289 stig, skipuð Stefáni G.Örlygssyni, Ólafi S.Ólafssyni og Birni G. Hilmarssyni. Í þriðja sæti hafnaði svo sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 279 stig, skipuð Jakobi Þ.Leifssyni, Sigurði J.Sigurðssyni og Aðalsteini Svavarssyni. Kvennakeppninni lauk á laugardeginum með sigri Helgu Jóhannsdóttur úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjaðar með (55 stig), önnur varð Þórey I.Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með (36 stig) og í 3ja sæti Dagný H.Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með (40 stig). Aðeins ein kvennasveit var skráð til leiks, Skotfélags Reykjavíkur, en hún var skipuð ásamt þeim Dagnýu og Þóreyu, Evu Ó.Skaftadóttur með 107 stig.
|
Laugardagur, 10. júní 2017 12:09 |
Hreindýrapróftíminn frá 12.- 29. júní verður þannig:
Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:00 til 20:00.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00
Tímapantanir hjá Gunna Sig í s: 843-0280 eða 892-9320
Nánar hérna
|
Miðvikudagur, 07. júní 2017 16:14 |
Landsmót STÍ í Skeet fer fram á Álfsnesi um helgina. Keppnisæfing skráðra keppenda föstudag kl.17-21
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 83 af 291 |