Föstudagur, 10. mars 2017 09:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu. Hann átti mjög góðan endasprett en hann endaði á 578 stigum (93 98 99 95 94 99) og 18x-tíur ! Úrslitin hefjast kl.10:00 og verða send út í lifandi mynd hérna: http://esc-shooting.org/livemaribor2017/
UPPFÆRT: Ásgeir hafnaði í 7.sæti af 68 keppendum að þessu sinni. Hann er í hörkuformi og er vonandi tilbúinn í átök næstu missera við að tryggja sér þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Japan 2020. Hægt er að sjá nánari úrslit hérna.
|
|
Fimmtudagur, 09. mars 2017 21:07 |
Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Maribor í Slóveníu. Við eigum þar tvo keppendur, Ásgeir Sigurgeirsson, sem keppir í loftskammbyssu föstudaginn 10.mars kl.08:00 og Jórunni Harðardóttur sem keppir á laugardaginn 11.mars kl. 08:30.
|
Laugardagur, 04. febrúar 2017 13:33 |
Á Reykjavíkurleikunum í Egilshöllinni í dag setti Viktoría Erla Þ.Bjarnarson nýtt Íslandsmet í Unglingaflokki í Loftriffli, 331,2 stig. Annars endaði keppnin í loftriffli kvenna þannig að Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 399,2 stig, Viktoría varð önnur og Þórey Inga Helgadóttir varð þriðja með 295,9 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 593,0 stig, Theódór Kjartansson úr SK varð annar með 564,8 stig og í þriðja sæti varð Róbert Vincent Ryan úr SR með 550,5 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 576 stig, annar varð Thomas Viderö úr SFK 559 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 552 stig. Við verðlaunaafhendinguna tilkynnti mótsstjórn um val á skotkonu og skotkarli mótsins sem voru þau Ásgeir Sigurgeirsson og Viktoría Erla Þ. Bjarnarson. Þess má geta að Viktoría er aðeins 15 ára gömul. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.
|
Sunnudagur, 22. janúar 2017 09:44 |
Landsmót í Sportskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag, laugardag. Karl Kristinsson sigraði með 543 stig, Jón Árni Þórisson varð annar með 519 stig og í þriðja sæti varð Engilbert Runólfsson með 506 stig. Þeir koma allir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 89 af 291 |