Fimmtudagur, 27. apríl 2017 07:50 |
 Á Vesturlandsmótinu sem haldið var í aðstöðu Skotfélags Vesturlands á Borgarnesi í gærkvöldi bætti Viktoría E.Þ. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur eigið Íslandsmet í Loftriffli unglinga og endaði með 362,6 stig ! Loftskammbyssu karla var keppnin óvenju spennandi en Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði með 568 stig, aðeins 3 stigum á eftir varð Thomas Viderö úr SFK með 565 stig og í þriðja sæti hafnaði Ívar Ragnarsson úr SFK með 563 stig. Í Loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 371 stig.
|
|
Þriðjudagur, 18. apríl 2017 09:09 |
Reykjavíkurmótið verður haldið á morgun í Egilshöll, 19. apríl. Mótið verður haldið með hefðbundnu sniði, án riðlaskiptingar. Fyrstu keppendur geta byrjað kl 17:00 og þeir síðustu kl 20:00. Keppnisæfing er á opnunartíma í dag, þriðjudag, milli 19:00 og 21:00.
|
Sunnudagur, 09. apríl 2017 19:51 |
 Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. 18 keppendur mættu til leiks og fór svo að Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 546 stig og 10 X-tíur, annar varð Grétar Mar Axelsson úr SA einnig með 546 stig og 6 X-tíur og í þriðja sæti með 539 stig var Ívar Ragnarsson úr SFK. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Sktíþróttafélags Kópavogs (SFK) með 1,605 stig en sveitina skipuðu Ívar Ragnarsson,Friðrik Goethe og Eiríkur Ó.Jónsson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) með 1,541 stig en hana skipuðu Ólafur Gíslason,Kolbeinn Björgvinsson og Jórunn Harðardóttir. Í þriðja sæti hafnaði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,540 en sveitin var þannig skipuð: Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Á.Þórisson.
|
Föstudagur, 07. apríl 2017 13:40 |
Íslandsmótið í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 89 af 293 |