Skotfélag Reykjavíkur 150 ára, 2. júní... Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 01. júní 2017 18:34

Skotfélag Reykjavíkur er 150 ára í dag, 2. júní.
Eins og margoft hefur komið fram, er Skotfélag Reykjavíkur elsta íþróttafélag Íslands.
Félagið var stofnað 1867 og starfsemi félagsins hófst við Skothúsveg sama ár, við Tjörnina í Reykjavík.

 

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Ásgeir með gull á Smáþjóðaleikunum Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 31. maí 2017 10:25

gsse17ap60asgsiggsse17ap60final01gsse17ap60123gsse17salur01Undankeppninni í loftskammbyssu karla er nú lokið en úrslitin hefjast kl.09:30 að ísl.tíma. Ásgeir Sigurgeirsson er efstur með 582 stig (96-97-98-99-95-97) og 21x-tíu, annar er Joe Dondelinger frá LUX með 563 stig, þriðji Boris Jeremenko frá MON með 559 stig og fast á hæla hans Thomas okkar Viderö með 558 stig (93-94-9791-93-90)

UPPFÆRT:  Ásgeir Sigurgeirsson var að landa gullinu á Smáþjóðaleikunum í San Marinó. Hann endaði með 231,1 stig í úrslitunum, annar varð Joe Dondelinger frá Luxemburg með 230,7 stig og þriðji varð Boris Jeremenko frá Monaco. Thomas Viderö varð svo í 5.sæti.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet á Akranesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 28. maí 2017 09:30

helgajohskeet012017skeet28mailandsmskaÁ Landsmóti STÍ sem fer núna fram á Akranesi voru sett 3 Íslandsmet í kvennaflokki. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar náði 59/75 í undankeppninni og einnig 39/60 í úrslitunum. Í öðru sæti varð Snjólaug M.Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 30 stig í úrslitum (40 í undankeppni) og í þriðja sæti Eva Ó.Skaftadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 22 stig (31 stig í undakeppninni). Kvennalið Skotfélags Reykjavíkur bætti Íslandsmetið og náði 112 stigum. Sveitina skipa Dagný H.Hinriksdóttir (48 stig), Eva Ó.Skaftadóttir (31 stig) og Þórey I.Helgadóttir (33 stig).

Í karlaflokki sigraði Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 52 stig í úrslitum (116 í undank.), en árangur hans í úrslitum er nýtt Íslandsmet, annar varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 49 stig (117 í undank.) og í þriðja sæti Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 38 stig (104 stig í undank.)  Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar sigraði í liðakeppninni með 281 stig, Skotfélag Reykjavíkur varð í örðu sæti með 273 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akraness með 263 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Grafarvogsdagurinn á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 25. maí 2017 08:58

grafarvogsdagsmerki2106rigiriseva2106rigthomasvidGrafarvogsdagurinn er haldinn hátíðlegur á hverju ári. Við tökum þátt í deginum með Opnu húsi í skotsalnum í Egilshöll kl.11 - 13. Gestum 15 ára og eldri verður boðið að prófa loftriffla og loftskammbyssur.

AddThis Social Bookmark Button
 
VINNUKVÖLD Á ÁLFSNESI Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 18. maí 2017 11:21

2015alfsnesriffil50m 1Vinnukvöld á Álfsnesi mánudaginn 22.maí. Mæting kl.18:00 .

AddThis Social Bookmark Button
 
Hreindýraprófin að byrja á ÁLFSNESI Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 08. maí 2017 10:02

tarfurgkgNú er próftakan að hefjast Álfsnesi fyrir hreindýraprófin. Eins geta menn fengið tíma eftir samkomulagi, við að stilla inn rifflana sína með Gunnari. Nánar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>

Síða 84 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing