Reykjavíkurmótið 19. apríl í loftgreinum... Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 18. apríl 2017 09:09

Reykjavíkurmótið verður haldið á morgun í Egilshöll, 19. apríl. Mótið verður haldið með hefðbundnu sniði, án riðlaskiptingar. Fyrstu keppendur geta byrjað kl 17:00 og þeir síðustu kl 20:00. Keppnisæfing er á opnunartíma í dag, þriðjudag, milli 19:00 og 21:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Sportskammbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. apríl 2017 19:51

2017jonthorislmsportskb2017sposkbislmot9aprÍslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. 18 keppendur mættu til leiks og fór svo að Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 546 stig og 10 X-tíur, annar varð Grétar Mar Axelsson úr SA einnig með 546 stig og 6 X-tíur og í þriðja sæti með 539 stig var Ívar Ragnarsson úr SFK. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Sktíþróttafélags Kópavogs (SFK) með 1,605 stig en sveitina skipuðu Ívar Ragnarsson,Friðrik Goethe og Eiríkur Ó.Jónsson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) með 1,541 stig en hana skipuðu Ólafur Gíslason,Kolbeinn Björgvinsson og Jórunn Harðardóttir. Í þriðja sæti hafnaði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,540 en sveitin var þannig skipuð: Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Á.Þórisson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Okkar menn Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. apríl 2017 20:54

2017islmotgrof123jak_12012017islmotgroflidsrjak_12102017grofislmurslÁ Íslandsmóti STÍ í Grófri skammbyssu sem fram fór í Kópavogi í dag varð Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, annar varð Eiríkur Ó.Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti hafnaði Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar. Í liðakeppninni varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari en liðið skipuðu ásamt Karli, Jón Árni Þórisson og Engilbert Runólfsson. Ljósm:JAK

AddThis Social Bookmark Button
 
Sportskammbyssa Íslandsmót á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 07. apríl 2017 13:40

2017sportislmridlarÍslandsmótið í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Páskamót SR í SKEET laugardaginn 15.apríl Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 04. apríl 2017 09:11

skeet vinchanc 013_sk125 issfPÁSKAMÓT SR í Skeet fer fram laugardaginn 15.apríl og verða skotnir 3 hringir, 75 dúfur. Mótið hefst kl.10:00. Forgjafarkerfi SR verður notað en þar fær skotmaður forgjöf miðað við þann flokk sem hann er í, þ.e. 1.flokkur eina dúfu pr.hring, 2.flokkur tvær, 3.flokkur þrjár og 0.flokkur fjórar. Meistaraflokkur hefur enga forgjöf.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í loftriffli í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 02. apríl 2017 13:19

2017arislmoturslit2017arislmotallir2017arislmotislmeist42017islmotlid1232017arislmotlidkv12Eitt fjölmennasta loftriffilmót sem haldið hefur verið á Íslandi var haldið í dag í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur, elsta íþróttafélagi landsins sem heldur nú í ár upp á 150 ára afmæli sitt. 

Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 396,0 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 368,1 stig og í þriðja sæti Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 362,7 stig.
Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 983,0 stig en sveitina skipa Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og María A. Clausen. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 964,3 stig en þá sveit skipuðu Jórunn Harðardóttir, Þórey Inga Helgadóttir og Viktoría E. Bjarnarson. 

Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 555,7 stig, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 548,9 stig og í þriðja sæti varð Breki Atlason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 542,8 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppni karla varð Sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.599,7 stig en sveitin var skipuð þeim Róbert V.Ryan, Þóri Kristinssyni og Þorsteini B. Bjarnarsyni. Í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.510,6 stig en sveitina skipuðu þeir Bjarni Valsson, Jón V. Björnsson og Breki Atlason. Í þriðja sæti varð sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.434,5 stig en hana skipuðu Theódór Kjartansson, Richard B. Bushing og Magnús Guðjón Jensson.
Í unglingaflokki varð Richard B. Busching Íslandsmeistari með 452,8 stig, annar varð Magnús Guðjón Jensson með 426,0 stig og í þriðja sæti Einar Hjalti Gilbert með 422,5 stig. Þeir skipuðu unglingasveit Skotdeildar Keflavíkur og er árangur þeirra nýtt liðamet í unglingaflokki karla, 968,6 stig. Íslandsmeistari unglinga í kvennaflokki varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 302,4 stig. Fleiri myndir frá keppninni eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>

Síða 87 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing