Mánudagur, 31. júlí 2017 22:58 |
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur var haldinn í kvöld. Ný stjórn félagsins er skipuð fr.v. Kjartani Friðrikssyni ritara, Jórunni Harðardóttur formanni, Arnbergi Þorvaldssyni varaformanni, Kjartani Erni Kjartanssyni varamanni, Erni Valdimarssyni meðstjórnanda og Guðmundi Kr. Gíslasyni gjaldkera. Á myndina vantar Sigfús Tryggva Blumenstein varamann.
|
|
Mánudagur, 24. júlí 2017 10:09 |
 Kvennasveit okkar í Skeet-haglabyssu setti nýtt Íslandsmet, 114 stig, á landsmóti STÍ sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 58/75 stig og 31/60 stig í úrslitum Dagný H.Hinriksdóttir úr SR varð önnur á 46/75 og 27/60 og Eva Ó. Skaftadóttir úr SR varð 3ja á 26/75 og 20/60. Þórey Helgadóttir úr SR varð 4ða en hún skaut sig upp um flokk .
Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr SFS á 113/125 og 54/60 í úrslitum sem er nýtt Íslandsmet í úrslitum. Stefán G. Örlygsson úr SKA varð annar á 115/125 og 50/60 og þriðji varð Jakob Þ Leifsson úr SÍH á 99/125 og 40/50 .
Einnig voru Stefán G. Örlygsson og Helga Jóhannsdóttir krýnd Suðurlandsmeistarar .
|
Sunnudagur, 16. júlí 2017 10:00 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilshöllinni mánudaginn 31.júlí n.k. kl.20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
|
Mánudagur, 12. júní 2017 08:17 |
    Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvöllum Skotfélags Reykjavíkur um helgina. Í karlaflokki sigraði Stefán G.Örlyggson úr Skotfélagi Akraness með (115/25), annar varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með (110/25) og í þriðja sæti Jakob Þ.Leifsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með (99/125). Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 311 stig en sveitin var skipuð Erni Valdimarssyni, Guðmundi Pálssyni og Kjartani Erni Kjartanssyni. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akraness með 289 stig, skipuð Stefáni G.Örlygssyni, Ólafi S.Ólafssyni og Birni G. Hilmarssyni. Í þriðja sæti hafnaði svo sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 279 stig, skipuð Jakobi Þ.Leifssyni, Sigurði J.Sigurðssyni og Aðalsteini Svavarssyni. Kvennakeppninni lauk á laugardeginum með sigri Helgu Jóhannsdóttur úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjaðar með (55 stig), önnur varð Þórey I.Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með (36 stig) og í 3ja sæti Dagný H.Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með (40 stig). Aðeins ein kvennasveit var skráð til leiks, Skotfélags Reykjavíkur, en hún var skipuð ásamt þeim Dagnýu og Þóreyu, Evu Ó.Skaftadóttur með 107 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 85 af 293 |