Íslandmót í loftskammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. apríl 2017 20:09

2017apurslitislmot2017apislmotkv1232017apislmotallir2017apislmotka1232017apislmotunglid2017apislmotkvlid122017apislmotdagny

 

 

 

 

 

Eitt fjölmennasta loftbyssumót sem haldið hefur verið á Íslandi var haldið í dag í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur, elsta íþróttafélagi landsins sem heldur nú í ár upp á 150 ára afmæli sitt. Kristína Sigurðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, kom, sá og sigraði í kvennaflokki eftir nokkra ára hlé frá keppni eftir langvinn meiðsli. Kristína skoraði 365 stig og vann Jórunni Harðardóttur úr sama félagi með einu stigi. Í þriðja sæti varð Sigurveig Helga Jónsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 354 stig. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Ásgeir SIgurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, sem skoraði 577 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragnarsson á 553 stigum og þriðji varð Thomas Viderö með fimm stigum minna, en þeir tveir síðarnefndu koma úr Skotíþróttafélagi Kópavogs.

Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna varð Skotfélag Reykjavíkur með þær Kristínu, Jórunni og Ragnheiði Braeckman innanborðs (1031 stig). Í öðru sæti var sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1004 stig, en sveitina skipa Sigurveig Helga, Guðrún Hafberg og Freydis Björnsdóttir.

A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 1618 stig með þá Ívar Ragnarsson, Thomas Viderö og Ólafur Egilsson, í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur á 1599 stigum (Ásgeir SIgurgeirsson, Karl Kristinsson og Guðmundur Helgi Christensen) og þriðja sætið vermdi B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs (1489 stig) með þá Guðmund Ævar Guðmundsson, Jóhann A. Kristjánsson og Bjarna Valsson.

Í unglingaflokki varð Heimir Þorláksson Íslandmeistari með 489, annar varð Skarphéðinn Jónsson með 485 stig og í þriðja sæti hafnaði Símon Ingólfsson með 354 stig. Þeir skipuðu sveit Skotfélags Akureyrar og er árangur þeirra nýtt liðamet í unglingaflokki karla. Íslandsmeistari unglinga í kvennaflokki varð Dagný Rut Sævarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 322 stig.

Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótin í loftbyssugreinum um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. mars 2017 14:57
Fjölmennasta skotmót sem haldið hefur verið hérlendis fer fram í Egilshöllinni um helgina. 
Íslandsmótin í loftbyssugreinunum fara þá fram og er keppt í loftskammbyssu á laugardaginn og í loftriffli á sunnudag. 
Á laugardeginum er keppt í 3 riðlum sem hefjast kl.10 - 12 og 14:00. Á sunnudeginum er keppt í 2 riðlum kl.10 og 12
Alls eru 62 keppendur skráðir til leiks. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótshaldara www.sr.is

2017islandsmot ap 1 april2017islandsmot ar 2 aprilapkepparkepp

AddThis Social Bookmark Button
 
Þorsteinn sigraði í Þrístöðunni á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 28. mars 2017 20:32

2017denniisafjUm helgina fóru fram Vestfjarðamótin í riffilgreinum. Á laugardag var keppt í 50 metra liggjandi riffli og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,9 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 603,6 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 602,5 stig.

Í Kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 614,4 stig, önnur varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 585,5 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 566,4 stig. Samanlagður liðsárangur þeirra er er nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1.767,3 stig.

Á sunnudaginn var keppt í 50 metra þrístöðu og sigraði Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 962 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 932 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr SR með 921 stig.

Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 514 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 475 stig og Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK varð þriðja með 394 stig. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í liðakeppni í kvennaflokki 1,383 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Grétar Mar Axelsson Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. mars 2017 14:47

2017stdislmeist2017stdislm1232017stdislmallir2017stdislmlid2017stdislmsalid2017stdislmsrblid2017stdislmot18marÍslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 526 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 524 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 506 stig. Í liðakeppninni varð lið Skotíþróttafélags Kópavogs Íslandsmeistari með 1,532 sti en liðið var skipað ásamt Ívari þeir Eiríkur Ó.Jónsson og Friðrik Goethe. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,511 en Haukur F.Möller var í sveitinni ásamt þeim Grétari og Þórði. Í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,477 stig en þá sveit skipuðu þau Jórunn Harðardóttir, Jón Árni Þórisson og Ólafur Gíslason með 1,477 stig. Eins voru Íslandsmeistarar krýndir í hverjum flokki. Í 1.flokki var það Grétar M.Axelsson, í 2.flokki Eiríkur Ó. Jónsson, Ívar Ragnarsson í 3.flokki og Haukur F. Möller í 0.flokki byrjenda.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ í Egilshöllinni á laugardag vegna móts Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 17. mars 2017 17:25

Lokað verður í Egilshöllinni á laugardaginn en athugið að það er opið á Álfsnesi kl.12 til 17

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. mars 2017 21:39

2017stdridlarislmot1aw93 Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn kemur. Alls eru skráðir til leiks 17 keppendur. Mótið hefst kl. 10:00. Keppt er með cal.22lr skammbyssum og skotið á 25 metra færi, 4x5 skotum á 150 sek, 4x5 skotum á 20 sek og 4x5 skotum á 10 sekúndum eða alls 60 skotum.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>

Síða 88 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing