Íslandsmótinu í Sportskammbyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. apríl 2016 18:39

20160410 sportbyssa islandsmot20160410 sportbyssa allirgkg_0145Íslandsmótið i Sportskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. 17 keppendur mættu til leiks og fóru leikar þannig að Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari með 551 stig. Í öðru sæti varð Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 539 stig og í þriðja sæti Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 532 stig. A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði í liðakeppninni með 1,569 stig. Sveitina skipuðu Friðrik Goethe, Eiríkur Ó. Jónsson og Ólafur Egilsson. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1,539 stig með innanborðs Karl Kristinsson, Jón Á. Þórisson og Kolbeinn Björgvinsson. Þriðja varð sveit Skotfélags Akureyrar skipuð Grétari M. Axelssyni, Þórði Ívarssyni og Þorbjörgu Ólafsdóttur með 1,533 stig. Ljósm:JAK

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Sportskammbyssu á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 07. apríl 2016 17:36

2016sportskbislmot10aprridlar1Íslandsmótið í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Skráðir eru 19 keppendur. Mótið hefst kl.10.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmóti lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. apríl 2016 15:57

2016lofturslitloft2aprilÍslandsmótinu í loftbyssugreinunum var að ljúka. Íslandsmeistarar urðu sem hér segir: Loftskammbyssa karla Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur,í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki Dagný Rut Sævarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs. Í Loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur, í kvennaflokki Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki kvenna Sigríður E. Gísladóttir úr Skotdeild Keflavíkur á nýju Íslandsmeti og í unglingaflokki karla Richard B. Busching úr Skotdeild Keflavíkur. í liðakeppninni varð Skotíþróttafélag Kópavogs Íslandsmeistari í loftriffli karla, loftskammbyssu karla og kvenna en Skotfélag Reykjavíkur í loftriffli kvenna. Finna má eitthvað af myndum hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Metþátttaka á Íslandsmót í Loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 30. mars 2016 12:51

jorunn skb 2013 gkg_5803
2016loftislmot2aprlokaMetþátttaka verður á Íslandsmótinu í loftskammbyssu og loftriffli sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn kemur. 30 skráningar bárust í loftskammbyssu og 17 í loftriffli. Keppt verður í 3 riðlum og hefst keppnin í 1.riðli kl.09:00, kl. 11:00 í öðrum og kl.13:00 í þeim þriðja. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Kjartan Örn sigraði á Páskamóti SR Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 26. mars 2016 18:33

2016 skeet paskamot sr 26 mars2016 kok01Kjartan Örn Kjartansson sigraði á Páskamóti SR í dag með 63 stig, annar varð Ævar S. Sveinsson með 59 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Pálsson með 58 stig. Keppt var eftir forgjafarkerfi félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Páskamótið á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 23. mars 2016 10:20

2015dagnyPáskamót Skotfélags Reykjavíkur í SKEET fer fram á Álfsnesi laugardaginn 26.mars og hefst kl.12:00, mæting kl.11:30. Skráning á staðnum. Mótagjald kr. 2,000. Skotnir verða 3 hringir og keppt eftir forgjafarkerfinu. Mótið er opið keppendum úr öðrum félögum og eru þeir velkomnir.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>

Síða 102 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing