Miðvikudagur, 02. mars 2016 18:53 |
Heimsbikarmót Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF, er hafið í Bangkok í Thaílandi. Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Frjálsri skammbyssu (50m Pistol Men) á föstudaginn og síðan á laugardaginn í Loftskammbyssu (10m Air Pistol Men). Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu keppninnar hérna.
UPPFÆRT: Ásgeir endaði í 34.sæti í Frjálsu skammbyssunni með 539 stig (91-85-89-95-89-90)
UPPFÆRT: Ásgeir hafnaði í 12.sæti í Loftskammbyssunni með 576 stig (97-93-99-97-95-95) en 579 stig þurfti til að komast í úrslit að þessu sinni.
|
|
Miðvikudagur, 02. mars 2016 18:47 |
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum verður haldið í Egilshöllinni á laugardaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudag.
|
Laugardagur, 27. febrúar 2016 09:43 |
 Jórunn Harðardóttir keppti í Loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Hún hafnaði í 38.sæti en keppendur voru 75 talsins. Skorið hjá henni var fínt 93-96-92-91 eða alls 372 stig, en Íslandsmet hennar er 374 stig. Til að komast í úrslit þurfti 380 stig. Jórunn keppir svo ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni í parakeppni síðar í dag.
|
Föstudagur, 26. febrúar 2016 16:15 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppti á Evrópumeistaramótinu í Loftskammbyssu í dag. Skorið var 94-98-93-96-96-98 eða 575 stig alls. Hann endar í 19.sæti en keppendur voru 84. Til að komast í átta manna úrslit þurfti að skora 579 stig að þessu sinni.
|
Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 10:57 |
 Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Györ í Ungverjalandi. Við eigum þar tvo keppendur, þau Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunni Harðardóttur en þau keppa bæði í loftskammbyssu. Ásgeir keppir á morgun föstudag og Jórunn á laugardaginn. Auk þess munu þau keppa í parakeppni á laugardeginum. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu Skotsambands Evrópu, ESC.
|
Mánudagur, 15. febrúar 2016 15:18 |
Á laugardaginn kemur, 20.febrúar, verður haldið inannfélagsmót í Skeet á Álfsnesi. Skotnar verða 75 dúfur og keppt eftir forgjafarkerfinu sem prófað var um áramótin þannig að M.flokkur hefur enga, 1.flokkur eina dúfu, 2.flokkur tvær dúfur, 3.flokkur þrjár dúfur og 0.flokkur fjórar dúfur í forgjöf. Mótið hefst kl.12
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 104 af 293 |