RIG riðlaskiptingin komin Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. janúar 2016 22:14

2016rig ridlar new3asgsig loft m steyr2014 8nov g14_3464jorunn helgi 171112thomas 2013 gkg_57782014 8nov g14_3418Riðlaskipting mótsins á laugardaginn er komin. Mótið hefst kl.09:00 en fyrstu keppendur geta gert sig klára kl.08:30. Athugið einnig að keppnisæfingin PET er kl. 16:00 til 19:00 á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn setti nýtt Íslandsmet í Frjálsri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 17. janúar 2016 12:14

2016frjalslandsmot16janLandsmót Skotíþróttasambands Íslands fór fram í Íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi í dag, laugardag. Átta keppendur voru skráðir til leiks en tveir boðuðu forföll og því voru það sex keppendur sem kepptu til úrslita. Frjáls skammbyssa er karlagrein og því ekki keppt sérstaklega í kvennaflokki og kepptu því konurnar þrjár, sem þátt tóku í mótinu, við karlana. Það kom ekkert sérstaklega á óvart að Ásgeir Sigurgeirsson, SR, skyldi sigra í mótinu og voru yfirburðir hans töluverðir en hann skoraði 557 stig. Þetta skor Ásgeirs er 8 stigum frá Íslandsmeti hans, sem hann setti í Munchen 18. júní 2011. Thomas Viderö, SFK, varð í öðru sæti með 527 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR, varð í þriðja sæti með 511 stig en það er nýtt Íslandsmet kvenna í þessari grein. Í liðakeppninni hafði sveit Skotfélags Reykjavíkur betur í baráttunni við sveit Skotíþróttafélags Kópavogs. SR-ingarnir skoruðu 1546 stig en sveit þeirra skipuðu Ásgeir, Jórunn auk Karls Kristinssonar en liðsmenn sveitar SFK voru Thomas, Bára Einarsdóttir og Guðrún Hafberg og var samanlagt skor þeirra 1440 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurleikarnir-Íþróttahátíð í Reykjavík 21.-31.jan Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 15. janúar 2016 15:55

Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur

Reykjavíkurleikarnir - Íþróttahátíð í Reykjavík 21.-31.janúar

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í níunda sinn dagana 21.-31.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 22 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni. Hér á heimasíðu leikanna má finna lista yfir íþróttagreinar og dagskrá: http://rig.is/schedule Hér má finna upplýsingar um ráðstefnuna: http://rig.is/index.php/lectures-100

Reiknað er með að á fimmta hundrað erlendra gesta komi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Margt af besta íþróttafólki okkar Íslendinga verður á meðal þátttakenda. Má þar nefna sundkonuna og íþróttamann ársins Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, frjálsíþróttakonurnar Anítu Hinriksdóttur og Hafdísi Sigurðardóttur og Ólympíufarana Þormóð Jónsson júdókappa og Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamann. Einnig eru margir mjög sterkir erlendir keppendur væntanlegir til landsins vegna leikanna í ýmsum greinum eins og t.d. Mie Østergaard Nielsen, Evrópu- og heimsmeistari í sundi, og Dwain Chambers, sem hefur unnið til fjölda verðlauna á heims og Evrópumótum.

RÚV verður með ellefu útsendingar og samantektarþætti um leikana.

Hvetjum fólk til að merkja við í dagatalið og búa sig undir skemmtilega íþróttahátíð.

Upplýsingar um Reykjavíkurleikana má finna á eftirfarandi miðlum:

Upplýsingasíða á ensku www.rig.is

Miðasala á midi.is

Facebook

Twitter

Instagram

Youtube

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG leikarnir framundan Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 14. janúar 2016 15:46

rig-logo-port-2016Nú líður að Reykjavíkurleikunum RIG 2016 en þeir eru nú haldnir í níunda skipti. Skotfimi kom inn sem keppnisgrein í fyrsta skipti í fyrra. Nú liggur fyrir að keppt verður í loftskammbyssu og loftriffli laugardaginn 23.janúar 2016. Skráning keppenda stendur enn yfir og geta keppendur skráð sig beint til Skotfélags Reykjavíkur með tölvupósti á : Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Frestur til skráningar er til og með 18.janúar. Keppnisgjaldið er kr. 4,000 Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum félag sitt á þetta mót. Keppt verður í karla og kvennaflokki í báðum greinum. Keppendur fá aðgangspassa sem gildir á allar keppnisgreinar leikanna. Nánar á www.rig.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn sigraði í kvennaflokki í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. janúar 2016 19:00

2016riffill60sk10jan123kv2016riffill60sk10janlandsmotLandsmót STÍ í 50 metra riffilskotfimi var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í kvennaflokki var keppnin mjög jöfn og skyldu aðeins 0,4 stig tvær efstu en Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 613,9 stig en Bára Einarsdóttir úr SFK var með 613,5 stig. Í þriðja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 585,5 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 614,1 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 612,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 606,7 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.812,3 stig, önnur varð sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.783,7 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.761,5 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 09. janúar 2016 22:00

2016stodlud9jan2016stodlud9jan123Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Karl Kristinsson úr SR með 508 stig. Í öðru sæti varð Ólafur Gíslason úr SR með 490 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 484 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>

Síða 107 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing