Fimmtudagur, 07. janúar 2016 07:40 |
 Um helgina verða haldin tvö landsmót STÍ í Egilshöllinni. Á laugardag fer fram keppni í Staðlaðri skammbyssu og á sunnudaginn er það keppni í 50 metra liggjandi riffli. Keppnisæfing í skammbyssunni föstudag kl.19-20 og í rifflinum laugardag kl.15-16
|
|
Laugardagur, 02. janúar 2016 17:20 |
   Áramótin voru haldin á svæði félagsins á Álfsnesi í dag. Kalt var í veðri og gekk á með éljum þegar leið á keppnina. Í riffilkeppnina mættu 7 keppendur til leiks. Skotin voru 10 skot á 100 og 200 metra færi. Hilmir Valsson sigraði með 196 stig, annar varð Hugi G-Hilmisson með 191 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson með 184 stig.
Í Skeet-keppnina mættu 16 keppendur. Keppt var eftir nýju fyrirkomulag með forgjöf. Hún virkar þannig að flokkakerfi STÍ er notað til útreiknings og er meistaraflokkur með 0 í forgjöf, 1.flokkur með 1 stig á hring, 2.flokkur með 2 stig á hring, 3 flokkur með 3 stig og 0.flokkur með 4 stig. Þar sem skotnir voru 3 hringir margfaldast þessi forgjöf með þremur. Sigurvegari varð Karl F. Karlsson með 63 stig, Hörður S.Sigurðsson varð annar með 61 stig og í þriðja sæti varð Örn Valdimarsson með 59 stig.Â
Eiithvað er af myndum hérna og líka hér.
|
Föstudagur, 01. janúar 2016 13:04 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og öðrum landsmönnum, farsældar á nýju ári !
|
Föstudagur, 25. desember 2015 23:06 |
Hin árlegu áramót félagsins verða haldin laugardaginn 2.janúar 2016 á Álfsnesi.
Haglabyssa Skeet: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00. 75 dúfu mót
Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni kl:12 Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi. 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð. Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur. Gott væri að fá skráningu senda á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.
|
Föstudagur, 25. desember 2015 23:00 |
Óskum félögum sem og öðrum velunnurum félagsins gleðilegra jóla.
|
Föstudagur, 25. desember 2015 23:00 |
Óskum félögum sem og öðrum velunnurum félagsins gleðilegra jóla.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 108 af 293 |