Mánudagur, 25. apríl 2016 20:28 |
Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni á miðvikudaginn. Mótið hefst kl.17:00 og ætti að verða lokið um 20:30. Fyrirkomulag er þannig að menn fara útá braut um leið og pláss leyfir. Hægt verður að hefja keppni í síðasta lagi kl. 19:30. Flestar bestu skyttur landsins eru skráðar til leiks og má því búast við harðri keppni. Efstu keppendur úr Skotfélagi Reykjavíkur hljóta titilinn Reykjavíkurmeistari 2016.
|
|
Þriðjudagur, 19. apríl 2016 13:58 |
Ásgeir Sigurgeirsson var að ljúka keppni á Heimsbikarmótinu í Ríó í Brasilíu. Hann keppti núna í Frjálsri skammbyssu og hafnaði þar í 9.sæti og vantaði aðeins 1 stig til að komast í úrslit. Skorið var fínt hjá honum eða 558 stig og 11 x-tíur (92-95-97-92-89-93). Mótið var prufumót fyrir Ólympíuleikana í sumar á sama stað en Ásgeir hefur ekki tryggt sæti á þeim. Það verður ekki ljóst fyrr en í sumar hvort hann öðlist þátttökurétt fyrir Íslands hönd.
|
Mánudagur, 18. apríl 2016 11:43 |
Við minnum félagsmenn okkar á að lokafrestur til skráningar á fyrsta Landsmót sumarsins í Skeet og Nordisk trap er til hádegis á morgun, þriðjudag !! Skráningu þarf að senda á:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
 Mótið fer fram í Hafnarfirði.
|
Laugardagur, 16. apríl 2016 18:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að ljúka keppni á heimsbikarmótinu í Ríó í Brasilíu. Hann endaði í 21.sæti með 576 stig (94 97 95 96 96 98) og vantaði aðeins fjögur stig til að komast í úrslit. Keppendur voru 68. Hann keppir svo í frjálsri skammbyssu á mánudaginn.
|
Miðvikudagur, 13. apríl 2016 07:54 |
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn og hefst kl.09:00. Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.19-21.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 101 af 293 |