Miðvikudagur, 23. desember 2015 16:04 |
LOKAÐ er í Egilshöllinni frá og með deginum í dag og verður opnað að nýju miðvikudaginn 6.janúar 2016 !
|
|
Þriðjudagur, 22. desember 2015 09:38 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2015 :
Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu. Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann komst í úrslit á fjórum stórmótum á árinu. Hann fékk bronsverðlaun á Opna IWK mótinu í München í janúar, varð í 8.sæti á fyrri degi IWK mótsins í München, varð í 5.sæti á fyrstu Evrópuleikunum í Bakú í Azerbaijan og varð einnig í 5.sæti af 85 keppendum á Heimsbikarmótinu í Changwon í Kóreu. Ásgeir er sem stendur í 25.sæti á heimslistanum en hann fór þar hæst í 13.sæti á árinu. Hann er í 12.sæti á Evrópulistanum en þar fór hann hæst í 5.sæti á árinu.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu. Jórunn jafnaði Íslandsmetið í loftskammbyssu og setti einnig nýtt Íslandsmet í loftskammbyssu með final. Hún varð Íslandsmeistari í 50m liggjandi riffli, þríþraut með riffli og í Loftskammbyssu. Hún vann til silfurverðlauna í Loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík og varð einnig í 5.sæti í Loftriffli á sömu leikum. Hún varð í 34.sæti af 59 keppendum á Evrópumeistaramótinu í Hollandi. Jórunn er sem stendur í 107.sæti á Evrópulistanum en hún fór þar hæst í 75.sæti á árinu.
|
Laugardagur, 12. desember 2015 18:49 |
    Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í 50 m liggjandi riffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Keppni í kvennaflokki var mjög spennandi milli tveggja efstu þar sem Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 0,1 stigi með skori uppá 616,0 stig en Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur með 615,9 stig. Í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 487,0 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 611,0 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 610,7 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 608,8 stig. Í liðakeppninni sigraði lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.802,8 stig, í öðru sæti var lið Skotfélags Reykjavíkur með 1.790,4 stig og í þriðja sæti var lið Skotdeildar Keflavíkur með 1.777,6 stig.
|
Fimmtudagur, 10. desember 2015 21:32 |
 Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Lokað er fyrir almennar æfingar þann daginn en opið er á Álfsnesi kl.12-16
|
Sunnudagur, 06. desember 2015 19:54 |
LOKAÐ er í Egilshöllinni á mánudagskvöldið 7.des.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 109 af 293 |