Okkar menn sigruðu í gær Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 20. maí 2010 10:27
Á Opna Akranesmótinu í loftbyssugreinunum sigruðu okkar menn. Sigfús Tryggvi Blumenstein sigraði í loftriffli með 542 stig og Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu með 582 stig. Nánar um úrslit hérna og eins fréttir af mótinu hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur félagsins 6. maí 2010 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. maí 2010 18:19
Aðalfundurinn var haldin 6. maí s.l. og vel var mætt á fundinn. M.a. voru lagabreytingar samþykktar á fundinum um m.a. inntöku nýrra skotgreina í félaginu. Það kom fram í skýrslu stjórnar og gjaldkera að í fyrsta skiptið í sögu félagsins hefur félagafjöldi farið yfir eittþúsund manns. Nánar í fundargerð aðalfundar
AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur SR í kvöld Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 06. maí 2010 07:30
Minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem haldinn verður í kvöld í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hann hefst kl. 19 og verður í aðalhúsi ÍSÍ á 3.hæðinni í sal E.
AddThis Social Bookmark Button
 
Minningarmótinu lokið Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 05. maí 2010 10:41
Á minningarmótinu um Hans Christensen sem haldið var í Egilshöllinni í gær sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla með 579 stig. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 557 stig. Alls mættu 15 keppendur til leiks.
AddThis Social Bookmark Button
 
Örn sigraði á Landsmótinu í Þorlákshöfn í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. maí 2010 21:19
Okkar maður, Örn Valdimarsson, sigraði á landsmótinu í skeet, sem haldið var í Þorlákshöfn í dag. Hann skaut 68 leirdúfur af 75 í undankeppninni og toppaði síðan árangurinn og skaut allar 25 skífurnar í úrslitakeppninni. Þorgeir M.Þorgeirsson varð í 7.sæti og Einar Einarsson varð í 14.sæti. Saman enduðu þeir í 3.sæti í liðakeppninni. Óskar Karlsson skaut 45 dúfur og varð í 1.sæti í unglingaflokki. Fínn árangur hjá okkar mönnum.
AddThis Social Bookmark Button
 
Christensen mótið í loftbyssu þriðjudaginn 4.maí Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 29. apríl 2010 19:30

Á þriðjudaginn kemur verður haldið hið árlega Christensenmót í loftbyssugreinunum en það er haldið til minningar um Hans P.Christensen fyrrverandi ritara félagsins. Keppendur geta byrjað kl. 14:00 á þriðjudaginn en keppt er í opnum flokki, þ.e. karlar og konur skjóta bæði 60 skotum. Gott væri að fá skráningu frá þeim sem hug hafa á að mæta til keppni en það er þó ekki nauðsynlegt. Þið getið skráð ykkur á staðnum. Mótið er opið öllum óháð félagsaðild. Hefð hefur skapast fyrir því að skyldumæting er á mótið af félagsmönnum okkar.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >>

Síða 265 af 299

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing