|
Fimmtudagur, 20. maí 2010 10:27 |
|
Á Opna Akranesmótinu í loftbyssugreinunum sigruðu okkar menn. Sigfús Tryggvi Blumenstein sigraði í loftriffli með 542 stig og Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu með 582 stig. Nánar um úrslit hérna og eins fréttir af mótinu hérna.
|
|
|
Laugardagur, 08. maí 2010 18:19 |
|
Aðalfundurinn var haldin 6. maí s.l. og vel var mætt á fundinn. M.a. voru lagabreytingar samþykktar á fundinum um m.a. inntöku nýrra skotgreina í félaginu. Það kom fram í skýrslu stjórnar og gjaldkera að í fyrsta skiptið í sögu félagsins hefur félagafjöldi farið yfir eittþúsund manns. Nánar í fundargerð aðalfundar
|
|
Fimmtudagur, 06. maí 2010 07:30 |
|
Minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem haldinn verður í kvöld í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hann hefst kl. 19 og verður í aðalhúsi ÍSÍ á 3.hæðinni í sal E.
|
|
Miðvikudagur, 05. maí 2010 10:41 |
|
Á minningarmótinu um Hans Christensen sem haldið var í Egilshöllinni í gær sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla með 579 stig. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 557 stig. Alls mættu 15 keppendur til leiks.
|
|
Laugardagur, 01. maí 2010 21:19 |
|
Okkar maður, Örn Valdimarsson, sigraði á landsmótinu í skeet, sem haldið var í Þorlákshöfn í dag. Hann skaut 68 leirdúfur af 75 í undankeppninni og toppaði síðan árangurinn og skaut allar 25 skífurnar í úrslitakeppninni. Þorgeir M.Þorgeirsson varð í 7.sæti og Einar Einarsson varð í 14.sæti. Saman enduðu þeir í 3.sæti í liðakeppninni. Óskar Karlsson skaut 45 dúfur og varð í 1.sæti í unglingaflokki. Fínn árangur hjá okkar mönnum.
|
|
Fimmtudagur, 29. apríl 2010 19:30 |
|
Á þriðjudaginn kemur verður haldið hið árlega Christensenmót í loftbyssugreinunum en það er haldið til minningar um Hans P.Christensen fyrrverandi ritara félagsins. Keppendur geta byrjað kl. 14:00 á þriðjudaginn en keppt er í opnum flokki, þ.e. karlar og konur skjóta bæði 60 skotum. Gott væri að fá skráningu frá þeim sem hug hafa á að mæta til keppni en það er þó ekki nauðsynlegt. Þið getið skráð ykkur á staðnum. Mótið er opið öllum óháð félagsaðild. Hefð hefur skapast fyrir því að skyldumæting er á mótið af félagsmönnum okkar.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 265 af 299 |