Ásgeir í fyrsta sæti fyrir úrslit Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 04. febrúar 2010 13:30
Þá er undankeppninni í Hollandi lokið í dag og er Ásgeir í 1.sæti með 578 stig. Hann var að skjóta ágætlega framan af 95-99-98-96-98 en átti slakan endi, 92. Í öðru sæti er Rúmeninn Alexandru Sauca með 577 og í því þriðja er Búlgarinn Tanyu Kiriakov mðe 576 stig, en hann hefur þrívegis hlotið verðlaun á Ólympíuleikum, gullið fékk hann 1988 í loftskammbyssunni og brons 1996 en síðan fékk hann gullið í fríbyssunni árið 2000 í Sidney. Í fyrra hafnaði hann í 9.sæti í loftskammbyssunni.  Það er því ljóst að finallinn verður afar spennandi en hann hefst að okkar tíma kl.16:00.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir að keppa í Hollandi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 03. febrúar 2010 14:59

Skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson, er nú staddur í Haag í Hollandi. Hann er þar að taka þátt í Intershoot en það eru þrjú sterk mót, 1 mót á dag í loftbyssugreinunum. Hann keppir þar í loftskammbyssu karla. Verður hægt að fylgjast með skorinu hans í beinni útsendingu hérna næstu þrjá daga, á morgun fimmtudag kl.11:30, að íslenskum tíma, og svo final kl.16:00, föstudag kl. 07:00 og final kl.13:45 og á laugardaginn kl.10:15 og finalinn kl.15:30. Vefmyndavélar eru einnig í keppnissalnum og má þar fylgjast með keppendum. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Enginn styrkur úr Íþróttasjóði í ár Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 25. janúar 2010 17:29

Mennta-og menningarmálaráðherra var að tilkynna okkur að félagið fái engan styrk úr Íþróttasjóði 

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Stöðluð skammbyssa í morgun Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 23. janúar 2010 15:17
Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í morgun. Karl hlaut 524 stig. Í öðru sæti varð Hjörleifur Hilmarsson frá Skotfélagi Suðurlands og í því þriðja Jón Árni Þórisson úr SR. Myndir frá mótinu eru komnar hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit úr mótinu í gærkvöldi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 21. janúar 2010 16:59
Á Landsmóti STÍ í Frjálsri skammbyssu í gærkvöldi, sigraði Ásgeir Sigurgeirs, Guðmundur Kr. Gísla varð í öðru sæti og Jón Árni Þóris í þriðja. Úrslit mótsins eru hérna og myndir á myndasíðunni.
AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Egilshöll á miðvikudaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 17. janúar 2010 20:30

Landsmót í Frjálsri skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á miðvikudaginn. Fyrri riðill hefst kl.17:00 og sá seinni kl.19:00. Hér að neðan er

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
<< Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >>

Síða 263 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing