Miðvikudagur, 11. júní 2014 08:51 |
Við erum að fá leirdúfur uppá svæði á eftir. Verða komnar um hádegisbilið. Nú þurfum við að losa palletturnar hratt og þurfum því sem flestar hendur til aðstoðar í dag. Mætum öll og klárum þetta á mettíma. Svæðið opnar kl.16:00
|
|
Mánudagur, 09. júní 2014 20:42 |
 Ásgeir endaði í 23.sæti í Frjálsri skammbyssu í morgun með 554 stig (94-93-92-91-92-92). Hann keppir svo í loftskammbyssu á miðvikudaginn. Ellert Aðalsteinsson byrjar þá keppni í haglabyssu SKEET og lýkur henni á fimmtudeginum.
|
Sunnudagur, 08. júní 2014 20:53 |
Vormót SR verður haldið í Benchrest HV í Score á 200 metrum, sunnudaginn 15. júni. Mæting er kl 10:00. Keppnisgjald er kr 1500. Skráningu líkur föstudaginn 13. júní. Skráning á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
- Mótið er opið fyrir alla landsmenn.
|
Sunnudagur, 08. júní 2014 11:30 |
Eftir undankeppnina á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi í morgun, var Ásgeir Sigurgeirsson með fimmta besta skorið, 561 stig (92-96-92-96-92-93). Hann keppir því í aðalkeppninni á morgun en 90 bestu komust áfram. Keppnin hefst kl. 8:45 að staðartíma eða 6:45 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með hérna. Þess má geta að Ásgeir setti gildandi Íslandsmet sitt í München árið 2011, 565 stig og kann því greinilega vel við sig þarna.
|
Miðvikudagur, 04. júní 2014 21:23 |
 Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld var Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki félagsins og gerður að heiðursfélaga. Eins var ný stjórn félagsins kjörin en hana skipa nú Jórunn Harðardóttir formaður, Arnbergur Þorvaldsson varaformaður, Kjartan Friðriksson ritari, Guðmundur Kr. Gíslason gjaldkeri og Örn Valdimarsson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigfús T. Blumenstein og Bragi Þór Jónsson sem kemur nýr inní stjórnina.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 143 af 296 |