Mávamót SR á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 21. apríl 2014 17:25

Fyrsta Mávamót SR í ár fór fram í dag í ekki sem bestu aðstæðum, rigningaskúrum og á stundum allskonar vindi, nokkuð hvössum, en þó var mótið hin besta skemmtun. Nokkrir ferskir keppendur mættu til leiks og höfðu gaman að. Mikil og misjöfn glíma var við náttúruöflin, rigninguna og rokið og gekk keppendum misjafnlega í þessum aðstæðum. Daníel Sigurðsson sigraði á mótinu með samtals 142 stig af 150 mögulegum. Á hæla honum kom Bergur Arthússson með 141 stig og í þriðja sæti Kjartan Friðriksson með 131 stig. Soffía Bergsdóttir endaði í fjórða sæti með 128 stig og Sigurður Einarsson í því fimmta með 126 stig. Mávamótin fara fram á 300, 200 og 100 metrum og er 5 skor skotum skotið á hvert færi. Þeir sem vilja kynna sér sportið nánar, geta skoðað skífurnar uppi á Álfsnesi og fengið þar frekari upplýsingar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skráning á Íslandsmót í loftbyssu og Landsmót í skeet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. apríl 2014 18:19

Tvö STÍ mót eru helgina 26.-27. apríl. Íslandsmótið í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöll og í Hafnarfirði verður fyrsta landsmót sumarsins í Skeet. Skráning okkar keppenda þarf að berast í síðasta lagi fyrri part þriðjudagsins 22.apríl á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

AddThis Social Bookmark Button
 
Páskamótinu í skeet frestað til 2.í páskum Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. apríl 2014 18:08

siddiPáskamótinu í Skeet sem halda átti á morgun er frestað til mánudags 2.í Páskum. Mæting kl.10:00

AddThis Social Bookmark Button
 
Mávamót annan í páskum ! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. apríl 2014 15:48

br islm2013 soffiabergsMávamótið sem halda átti 18. apríl verður haldið annan í páskum kl 12:00 ! Allir velkomnir - mótagjald er kr. 1000- Nánari upplýsingar á mótsstað - góða skemmtun........

AddThis Social Bookmark Button
 
Breyting á mótaskrá STÍ Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 14. apríl 2014 17:23

TILKYNNING FRÁ STÍ: Stjórn STÍ samþykkti á fundi sínum í dag breytingu á mótaskrá að ósk Skotféloags Akureyrar. Af óviðráðanlegum orsökum verður að flytja Íslandsmótin sem vera áttu 14.-15.júní um eina helgi og verða þau þannig:

21. Júní 2014 Sport skammbyssa

22. Júní 2014 Gróf skammbyssa

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir og A-liðið okkar Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. apríl 2014 14:58

2014 friblidsrislmot2014 frib123islmot2014 friburslislmotÍslandsmeistaramót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í dag. Ásgeir Sigurgeirsson úr SR varð Íslandsmeistari í einstaklingskeppninni, Stefán Sigurðsson úr SFK varð annar og Jórunn Harðardóttir, varð í þriðja sæti. Í liðakeppninni varð A-sveitin okkar Íslandsmeistari en hana skipuðu Ásgeir og Jórunn ásamt Guðmundi Kr. Gíslasyni. Í öðru sæti varð A-sveit SFK með Stefán Sigurðsson, Thomas Viderö og Karl Einarsson innanborðs. Í þriðja sæti hafnaði svo B-sveit SR en í henni voru Guðmundur H.Christensen, Engilbert Runólfsson og Jón Á.Þórisson.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>

Síða 149 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing