|
Laugardagur, 17. maí 2014 21:41 |
|
Ellert Aðalsteinsson keppir í skeet á heimsbikarmótinu í Kazakhstan um helgina. Hér má sjá dagskrána:
http://www.issf-sports.org/calendar/championship_schedule.ashx?cshipid=1513
|
|
|
Laugardagur, 17. maí 2014 20:43 |
|
Á landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag, varð Karl Kristinsson úr SR (484) annar og Jón Árni Þórisson einnig úr SR (470) þriðji. Eiríkur Jónsson úr SFK sigraði. A-sveit SR sigraði með 1,400 stig og B-sveitin varð í öðru sæti með 1054 stig. A-sveitina skipuðu Karl, jón Árni og Engilbert Runólfsson (446). B-sveitina skipuðu Þórhildur Jónasdóttir (378), Björgvin M. Óskarsson (301) og Kolbeinn Björgvinsson (375).
|
|
Laugardagur, 17. maí 2014 08:04 |
|
Grafarvogsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag í þessu stóra hverfi í Reykjavík. ýmsar uppákomur verða í tilefni dagsins um allt hverfið. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í honum og verðum með opið fyrir almenning í æfingahúsnæði félagsins í Egilshöllinni. Almenningi gefst þar kostur á að prófa keppnisloftriffla félagsins undir styrkri leiðsögn leiðbeinenda okkar. Opið verður kl. 15-17 í dag.
|
|
Miðvikudagur, 14. maí 2014 09:17 |
|
 Skráningarfresti á landsmótin um helgina lauk í gærkvöldi. Í haglabyssuna bárust skráningar frá 28 keppendum úr 6 félögum, SR, SFS, SKA, MAV, SÍH og SA. Opin æfing keppenda í skeet kl.16-20 á Álfsnesi á föstudaginn. Í skammbyssuna bárust skráningar frá 9 keppendum úr SR og SFK. Opin æfing keppenda í Egilshöll kl.19-20
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 148 af 298 |