Keppni lokið í Ungverjalandi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 26. júní 2014 14:59

Nú hafa okkar menn lokið keppni í Ungverjalandi og endaði Ellert á 109 stigum (23-19-23-21-23) sem gaf honum 61.sæti af 73. Sigurður Unnar  skaut 105 (23-20-18-21-23) endaði hann í 31.sæti af 43 í unglingaflokki. Fínn árangur hjá þeim báðum og sérstaklega hjá Sigurði sem keppti þarna á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ellert og Sigurður Unnar að keppa á EM Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 24. júní 2014 09:28

Þessa dagana stendur yfir Evrópumeistaramót í haglabyssu í Ungverjalandi. Við eigum þar tvo keppendur, Ellert Aðalsteinsson sem keppir í fullorðinsflokki í skeet og Sigurð Unnar hauksson sem keppi í unglingaflokki í skeet. þeir ljúka keppni á fimmtudaginn. hægt er að fylgjast með á heimasíðu Evrópusambandsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
OPIÐ á 17.júní á Álfsnesi kl.12 - 18 Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 16. júní 2014 09:20

Það verður opið á Álfsnesi kl. 12 til 18 á þjóðhátíðardaginn 17.júní

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmótinu á Blönduósi lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. júní 2014 19:32

2014 kok skeet 1Á landsmótinu á Blönduósi í skeet, áttum við aðeins einn keppanda í karlaflokki, Kjartan Örn Kjartansson, sem stóð sig með prýði og hafnaði í 6.sæti með 101 stig. Sigurvegari varð Grétar M.Axelsson úr SA með 113 stig, annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 112 stig og Sigurður J. Sigurðsson úr SÍH með 105 stig. Sveit SA jafnaði Íslandsmet SR í liðakeppninni með 315 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir að keppa í Slóveníu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. júní 2014 19:20

Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í heimsbikarmótinu í Maribor í Slóveníu þessa dagana. Hann keppti í dag í undankeppninni í frjálsri skammbyssu í dag en lenti í vandræðum og komst ekki áfram í lokakeppnina. Skorið var 535 stig (86-89-89-91-92-89) Hann keppir svo í loftskammbyssu á fimmtudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Bergur vann í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. júní 2014 14:07

2014 br skor mot 15juniÁ Vormóti SR í Benchrest í dag sigraði Bergur Arthúrsson SR með 242/5x, Valdimar Long SR varð annar með 242/4x og Kjartan Friðriksson SR þriðji með 238/4x. Jóhannes Kristjánsson SR var mótsstjóri og sá um dómgæslu. Það gekk á með skúrum, nv og sv 8 - 15 metrum á mótsstað. Skotið var Score á 200 metrum.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>

Síða 144 af 298

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing