Mánudagur, 27. september 2021 15:25 |
Félaginu barst í dag tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Reykljavíkurborgar þar sem félaginu er gert að STÖÐVA STARFSEMI FÉLAGSINS Á ÁLFSNESI ÞEGAR Í STAÐ !!
Ástæðan er úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu starfsleyfis fyrir starfsemi félagsins á Álfsnesi.
Skotæfingasvæði er því ekki lengur til staðar í höfuðborginni og skotíþróttafólki beint í önnur sveitarfélög !!
Bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar er hérna
Bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er hérna
|
|
Sunnudagur, 05. september 2021 15:13 |
SR Open í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli félagsins í Álfsnesi um helgina. Pétur T. Gunnarsson og Dagný H. Hinriksdóttir hlutu titilinn Reykjavíkurmeistari 2021. Í A-flokki sigraði Pétur T Gunnar sson SR með 113/52, Hákon Þ. Svavarsson +úr SFS varð annar með 111/51 og Stefán G. Örlygsson úr SKA varð þriðji með 108/40. Í B-flokki sigraði María Rós Arnfinnsdóttir úr SÍH með 88/38, Elías M. Kristjánsson úr SKA varð annar með 82/35 og Arnór U. Þráinsson úr SÍH þriðji með 76/28. Nánari úrslit eru hérna.Nokkrar myndir hérna.
|
Sunnudagur, 05. september 2021 13:09 |
Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur varð í dag Íslandsmeistari í Bench Rest á Álfsnesi, Ingvar Í. Kristinsson úr SKAUST varð annar og Jón B. Kristjánsson úr Skotfélaginu Markviss varð þriðji. Nánar á úrslitasíðu STÍ, á www.sti.is Nokkrar myndir hérna.
|
Laugardagur, 04. september 2021 13:52 |
Staðan á Álfsnesi er komin hérna. Í Bench Rest eftir 100 metra færið en á morgun er keppt á 200 metra færi. Hérna er staðan
Á SR Open er staðan þannig eftir 3 hringi. Þar er skipt uppí A og B Flokk þannig að 10 efstu eru í A og hinir í B. Staðan er hérna.
Svo eru nokkrar myndir frá deginum hérna.
|
Miðvikudagur, 01. september 2021 15:36 |
SR Open í haglabyssugreininni SKEET verður haldið á Álfsnesi um helgina.
Riðlaskiptingin er hérna
ATHUGIÐ AÐ KEPPNISÆFINGAR ERU KL. 12-19
|
Miðvikudagur, 01. september 2021 15:31 |
Íslandsmótið í Bench Rest, skorkeppnin, fer fram á Álfsnesi um helgina. Skráðir eru 9 keppendur og hefst keppni kl. 10:00 báða dagana. Keppendalistinn er hérna
ATHUGIÐ AÐ KEPPNISÆFING ER KL.12-19
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 29 af 291 |