Laugardagur, 02. apríl 2022 14:31 |
Félagsmenn okkar hafa sett af stað undirskriftarsöfnun vegna vallarleysis félagsins á Álfsensi. Hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt og unbdirrita skjalið sem er hérna
|
|
Sunnudagur, 27. mars 2022 17:29 |
Landsmót STÍ í 50 metra Þrístöðuriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði í karlaflokki með 553 stig, Jórun Harðardóttir úr SR vann kvennaflokkinn með 544 stig, unglingaflokkinn vann Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 459 stig og lið SR liðakeppnina með 1,518 stig. Árangur allra eru Íslandsmet. Greinin breyttist um áramótin þannig að nú eru skotin alls 60 skot, 20 í hverri hrinu liggjandi, krjúpandi og standandi. Nánar á úrslitasíðu STÍ
|
Fimmtudagur, 24. mars 2022 19:37 |
Landsmót STÍ í 50m Þrístöðu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Hér má sjá brautarskiptinguna.Â
Eins má fylgjast með skorinu hérna.
|
Laugardagur, 05. mars 2022 17:31 |
Á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöll í Reykjavík, bætti Jón Þór Sigurðsson eigið Íslandsmet í 50 metra liggjandi riffli með skori uppá 626,1 stig. Óðinn Magnússon úr SKS setti nýtt Íslandsmet í flokki unglinga með 501,2 stig. Önnur úrslit urðu þau að í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR annar með 613,2 stig og þriðji varð Valur Richter úr SÍ með 613,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Haðrardóttir úr SR með 613,3 stig, Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur með 612,5 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR þriðja með 584,5 stig. Í stúlknaflokki sigraði Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 564,3 stig og Karen Rós Valsdóttir úr SÍ varð önnur með 504,2 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit SÍ með 1820,4 stig og í kvennaflokki sveit SR með 1762,1 stig.
|
Fimmtudagur, 03. mars 2022 18:09 |
Riðlaskipting mótanna er komin hérna.
Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna:
laugardag 50m liggjandi riffill
sunnudag 50m þrístöðu riffill
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 22 af 291 |