Fimmtudagur, 13. janúar 2022 11:26 |
Nýjársmótið færist yfir á sunnudaginn. Allar aðrar tímasetingar óbreyttar !!
|
|
Miðvikudagur, 12. janúar 2022 19:53 |
Landsmótunum í 50m liggjandi og þrístöðu, sem áttu að vera í Egilshöllinni í lok janúar, hefur frestað til 5.-6.mars 2022
|
Miðvikudagur, 05. janúar 2022 15:55 |
Nýjársmót SR verður haldið laugardaginn 15.janúar á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands. Mæting kl.10:30 en keppni hefst kl.11:00. 3 hringir, forgjafarkerfi SR, mótagjald kr.3,500. Gott væri að fá senda skráningu á tölvupóstinn okkar
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Â
|
Laugardagur, 01. janúar 2022 13:39 |
Vegna mikils fjölda smita í þjóðfélaginu hefur mótunum sem halda átti um næstu helgi verið aflýst.
8.og 9.janúar í Egilshöll
|
Mánudagur, 27. desember 2021 14:41 |
Yfir Jól-og áramót er lokað í Egilshöllinni frá og með 17.des 2021 og opnað að nýju þriðjudaginn 4.janúar 2022. Þetta gæti breyst í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og verður það tilkynnt hér þegar þau mál skýrast.
|
Fimmtudagur, 16. desember 2021 14:34 |
Stjórn félagsins hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:
Í karlaflokki er Ásgeir Sigurgeirsson f.1985 Skotíþróttamaður SR 2021.
Hann tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 með frábærum árangri á erlendum vettvangi undanfarin ár. Hann hefur sigrað á öllum innlendum mótum í sínum greinum, loftskammbyssu og frjálsri skammbyssu, Â svo lengi sem elstu menn muna. Hann er sem stendur í 45.sæti á Heimslistanum og í 25.sæti á Evrópulistanum.
Í kvennaflokki er Dagný Huld Hinriksdóttir f.1979 Skotíþróttamaður SR 2021.
Hún varð Íslandsmeistari í haglabyssugreininni Compak Sporting í sumar og vann einnig til verðlauna á Landsmótum STÍ í þeirri grein. Einnig vann hún til fjölda verðlauna í haglabyssugreininni Skeet. Hún keppti í ár fyrir Íslands hönd á Heimsbikarmótinu á Ítalíu og á Evrópumeistaramótinu í Króatíu, þar sem hún stóð sig með prýði.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 25 af 291 |