Karl Kristinsson úr SR sigraði á Landsmóti STÍ í Sport skammbyssu, sem haldið var í Egilshöllinni í dag, með 540 stig. Jón Árni Þórisson úr SR varð annar með 528 stig og Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 515 stig.Â
Á landsmóti STÍ í Þrístöðuriffli sem haldið var í aðstöðu Skotíþróttafélags Ísafjarðar sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR í kvennaflokki og Guðmundur Helgi Christensen úr SR í karlaflokki.ÂÂ
Keppt var um Reykjavíkurmeistaratitla í loftriffli í morgun. Í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen sigurvegari, Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki og Viktoría Bjarnarson í unglingaflokki.
Jórunn Harðardóttir sigraði í loftriffilkeppninni á Reykjavíkurleikunum í dag með 587,8 stig, Guðmundur Helgi Christensen varð annar með 585,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir með 585,6 stig. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
Á Reykjavíkurleikunum í dag var jafnframt keppt um Reykjavíkurmeistaratitil. Í karlaflokki varð Karl Kristinsson Reykjavíkurmeistari og í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir Reykjavíkurmeistari. Ásgeir Sigurgeirsson afhenti viðurkenningarnar að þessu sinni.Â