Jórunn og Guðmundur Helgi sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. desember 2021 18:41

Landsmót Stí í loftgreinum var rétt í þessu að ljúka í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.

Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í karlaflokki í loftrifflinum með 576.0 stig, í öðru sæti var svo Þórir Kristinsson einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur með 534.7 stig og félagi þeirra Þorsteinn Bjarnason var svo í þriðja sæti með 503.5 stig. Saman tóku þeir liðakeppnina með 1616.7 stig.

Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur sigraði loftriffil kvenna með 580.0 stig og Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar var í öðru sæti með 472.0 stig.

Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórun Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 542 stig og í öðru sæti var Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir Skotgrund með 498 stig.
Í unglingaflokki kvenna var Sóley Þórðardóttir í fyrsta sæti aðeins 4 stigum frá eigin Íslandsmeti. Forföll urðu í unglingaflokki karla.

Magnús Ragnarsson frá Skotíþróttafélaginu Skyttunum kom sá og sigraði í karlaflokki í loftskammbyssu. Hann skaut sig úr 3. flokk í 2. flokk á skori sem var 4 stigum frá 1. flokks viðmiðinu. Í öðru sæti var Bjarki Sigfússon frá Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti var svo Hannes H. Gilbert einnig í Skotíþróttafélagi Kópavogs. Karlasveit Skotíþróttafélags Kópavogs var svo í fyrsta sæti í liðakeppninni með 1502 stig.

Skorblaðið er svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 30. nóvember 2021 18:06

2021 stdmot5desridlar3stdshooterLandsmót í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Keppni hefst kl.09:00.. Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
Íris Eva og Guðmundur Helgi Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 07. nóvember 2021 11:10

2021ar60islm2021 ar60 islmot 7novÍslandsmeistaramótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 591,8 stig, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 581,4 stig og í þriðja sæti Guðrún Hafberg úr SÍ með 483,2 stig. Í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari með 588,4 stig og Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR hlaut silfrið með 498,7 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ. Eins eru myndir á FB-síðufélagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn Íslandsmeistari í kvennflokki í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. nóvember 2021 16:30

2021ap60islmÍslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 542 stig, í öðru sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 518 stig og þriðja sæti hlaut Sigurveig H. Jónsdóttir úr SFK með 500 stig. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 557 stig, Magnús Ragnarsson úr SKS með 548 stig og þriðji varð Bjarki Sigfússon úr SFK með 533 stig. Í unglingaflokki karla hlaut Óðinn Magnússon úr SKS gullið með 447 stig. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Í liðakeppni varð sveit SFK Íslandsmeistari með 1,615 stig en silfrið hlaut sveit SÍ með 1,329 stig. Nánari úrslit má sjá á úrslitasíðu STÍ og myndir á FB-síðu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting helgarmótanna komin Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 04. nóvember 2021 11:23

2021 rilar apar60 islmot6 7novRiðlaskipting Íslandsmótanna um helgina er komin.

Riðill 1 kl. 09:00, Riðill 2 kl. 11:00

Keppnisæfing loftskammbyssa föstudag kl. 18-20

Keppnisæfing loftriffill laugardag kl 14-16

Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni með því að smella hér.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 31. október 2021 16:17

3pkakvimg_06013p12kvimg_05963p123kaimg_05883plidinimg_05843psalimg_0571Íslandsmótið í 50metra Þrístöðu með riffli fór fram í dag í Egilshöllinni í Reykjavík. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 1,040 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 1,029 stig og þriðji Valur Richter úr SÍ með 1,023 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SÍ með 1,044 stig og í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,043 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 27 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing