Jórunn hlaut silfrið í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 30. október 2021 16:07

60sk skyttaJón Þór Sigurðsson úr SFK varð í dag Íslandsmeistari í 50m liggjandi (prone) með 619,3 stig, annar varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 610,9 og Leifur Bremnes úr SÍ þriðji með 608,8 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SÍ með 618,3 stig, sem er nýtt Íslandsmet, Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 608,9 stig og Elín Andrea V. Helgadóttir úr SÍ þriðja með 496,1 stig. Í unglingaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 246,3 stig. Nánar á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Þríþraut á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. október 2021 07:44

2021 islmot3p31okt
3pÍslandsmótið í Þríþraut með riffli fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna:

 

Á laugardaginn er Íslandsmótið í 50m riffli í Kópavogi.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fundargerð Íbúaráðs Kjalarness 14.október Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. október 2021 08:49

2015alfsnesriffil50m 1Til að halda öllum upplýstum um málefni félagsins á Álfsnesi, þá er hér fundargerð Íbúaráðs Kjalarness, en þess er rétt að geta að það starfar í umboði Borgarráðs. Fundargerðin er hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl Kristinsson lenti í 3ja sæti Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 18. október 2021 15:54

karlstd2013Íslandsmeistaramótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 559 stig, annar varð Jón Þ. Sigurðsson úr SFK með 535 stig og í þriðja sæti Karl Kristinsson úr SR með 517 stig. Nánari úrslit eru svo hérna: https://sti.is/wp-content/uploads/2021/10/2021-IslmotSTD17okt.pdf

AddThis Social Bookmark Button
 
Mótaskrá STÍ í kúlugreinum Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 07. október 2021 19:40



Mótaskrá STÍ í kúlugreinum er komin út. Munið að keppendur SR þurfa að skrá sig að kvöldi laugardags ef mót er viku seinna motaskra_sti_2021-2022_page_1motaskra_sti_2021-2022_page_2

AddThis Social Bookmark Button
 
50. ÍBR þing í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. október 2021 19:48

asgeirjorunnibrting202150. Þing ÍBR fór fram í dag.

62 fulltrúar mættu frá 26 aðildar félögum í Reykjavík á 50. Þing ÍBR.

Fjölmargar tillögur voru lagðar fyrir á þinginu og mikil umræða skapaðist meðal annars um siðamál og rafíþróttir.

Þingið samþykkti að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR og starfi innan vébanda þess, líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. ÍBR verði falið að móta stefnu um hvernig þetta geti orðið og hvernig þetta verði fjármagnað

Kosið var í stjórn ÍBR, þar sem Ingvar Sverrisson gegnir áfram hlutverki formanns ÍBR

Í stjórn sitja:

  • Gígja Gunnarsdóttir
  • Lilja Sigurðardóttir
  • Viggó Viggósson
  • Guðrún Ósk Jakobsdóttir
  • Margrét Valdimarsdóttir
  • Björn M. Björgvinsson

Varamenn:

  • Haukur Þór Haraldsson
  • Brynjar Jóhannesson

Ingvar Sverrisson formaður ÍBR talaði um siðamál og rekstrarmál íþróttafélaga í ræðu sinni.

"Við sem íþróttahreyfing þurfum að standa saman og vinna saman að því að laga hjá okkur ferla og uppræta allt ofbeldi, við fordæmum allt ofbeldi! Við þöggum ekki niður raddir þolenda og erum tilbúin til þess að gera betur."

 

ÍBR og ÍTR afhentu Reykvískum Ólympíuförum viðurkenningu fyrir þátttöku sína á Ólympíuleikunum 2021. Íþrótamennirnir fjórir fengu 750.000 krónur í sinn hlut.

Nánar á ÍBR síðunni. https://www.ibr.is/frettir/50.thing

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 28 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing