Föstudagur, 27. ágúst 2021 10:44 |
Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær var upplýst að Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 1. október nk.
Líney Rut, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ í 14 ár og á um 20 ára starfsferil hjá sambandinu, mun áfram starfa fyrir ÍSÍ í öðrum verkefnum en hún situr meðal annars í framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og í ýmsum nefndum og ráðum fyrir ÍSÍ.
Staðgengill framkvæmdastjóra, Andri Stefánsson, mun taka við störfum Líneyjar Rutar en síðar verður farið í formlegt ráðningarferli.
|
|
Mánudagur, 23. ágúst 2021 19:41 |
Lokað verður á Álfsnesi þriðjudaginn 24.ágúst
|
Sunnudagur, 15. ágúst 2021 15:53 |
Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í kvennaflokki í haglabyssugreininni Compak Sporting. Nánar á www.sti.is
|
Laugardagur, 24. júlí 2021 05:25 |
Ásgeir Sigurgeirsson hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Tókýo. Hann hafnaði í 28.sæti af 36 keppendum með 570 stig (95 98 91 92 97 97) en til að komast í 8 manna úrslit þurfti 578 stig. Hann átti þarna slæma þriðju og fjórðu seríu þar sem hann fékk 3x áttur og 11x níur sem drógu hann verulega niður. Annars bara vel gert og þjóðinni til sóma einsog ávallt.
|
Föstudagur, 23. júlí 2021 08:49 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir í loftskammbyssu á Ólympíuleikunum í Tokyo á morgun, laugardag. Undankeppnin hefst kl. 04:00 að íslenskum tíma (13:00-14:15 á Tokyo tíma) Úrslitin hefjast svo kl. 06:30 (15:30 á Tokyo tíma). RÚV sýnir beint frá úrslitunum og hefst útsending RÚV kl. 06:20 https://www.ruv.is/vidburdir/ol-2020-skotfimi-karla
Í undankeppninni er skotið 60 skotum á skotmark á 10 metra færi. Átta efstu komast í úrslit þar sem skotið er með útsláttarfyrirkomulagi þannig að eftir 12 skot fellur áttundi maður út, eftir 14 skot fellur sjöundi út og svo koll af kolli þar til gullinu er landað. Nánar á www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 30 af 291 |