Ásgeir, Íris, Jórunn og Helgi sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. október 2016 20:29

2016ap4016okt2016ap6016okt2016ar4016okt2016ar6016oktFyrsta landsmót tímabilsins var haldið í Kópavogi í dag. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir með 373 stig en í karlaflokki sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 579 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir með 399,9 stig en í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen á nýju Íslandsmeti með 601,7 stig. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Von er á nánari fréttum fljótlega.

AddThis Social Bookmark Button
 
Þjálfaranámskeið STÍ og ISSF í nóvember Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 13. október 2016 11:32

gkg_0494 STÍ og ISSF hafa náð samkomulagi um að halda hér á landi námskeið fyrir skammbyssu-og riffilþjálfara. Þetta námskeið er s.k. "D-course for Regional Coaches" Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Kennarar verða Zeljko Toodorovic og Goran Maksimovic frá Alþjóðaskotsambandinu ISSF. Reiknað er með að námskeiðsgjald verði kr. 35,000 á þátttakanda og inninfalin eru kennslugögn ásamt hádegismat og kaffiveitingum. Þátttakendur þurfa að senda skráningu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir 24.október n.k. með nafni og kennitölu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting landsmótsins í Kópavogi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 13. október 2016 11:18

Riðlaskipting landsmótsins í loftskammbyssu og loftriffli sem haldið verður í Digranesi í Kópavogi á laugardaginn er komin hérna http://skotkop.is/frett.php?id=25

http://skotkop.is/frett.php?id=25
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir vann í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. október 2016 10:57

asgeir 1umfbundeslig19okt2013Um helgina fór Ásgeir Sigurgeirsson skotmaður í sína fyrstu keppnisferð þessa keppnistímabils tíl Þýskalands til að keppa með liðinu sínu TSV Ötlingen í Þýsku Bundesligunni.
Hann er í fanta formi, vann báðar viðureignir sínar, og liðið hans TSV Ötlingen gerði slíkt hið sama.
Fyrri viðureignin var í gær og sú seinni var að ljúka rétt í þessu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotsvæðið á Álfsnesi vel sótt Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. október 2016 17:54

Það eru allir hjartanlega velkomnir á skotsvæðin hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Skotfélag Reykjavíkur er með starfsemi á Álfsnesi, undir Esjuhlíðum, og í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Í dag (laugardaginn 1. október) var mikið um að vera á haglabyssuvöllunum hjá okkur en það er greinilegt að þeir sem hyggja á rjúpnaveiðar eru byrjaðir að hita sig upp fyrir komandi rjúpnavertíðSmile

Til gamans má geta þess að rjúpnaveiðitímabilið í ár er 12 dagar sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:
Föstudaginn 28. október til sunnudags 30. október. 3 dagar.
Föstudaginn 4. nóvember til sunnudags 6. nóvember. 3 dagar.
Föstudaginn 11. nóvember til sunnudags 13. nóvember. 3 dagar.
Föstudaginn 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember. 3 dagar.

Sjá nánar á http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/

Það verður opið hjá okkur á Álfsnesi í sérstakri rjúpnaopnun dagana fyrir fyrstu helgina sem rjúpnaveiðar eru leyfilegar SmileHvetjum sem flesta til að koma að æfa sigSmile

Sjá nánar http://sr.is/opnunartimar

Góða skemmtun...

2016fedgaralfsens.jpg

Þessir yndislegu feðgar voru að æfa sig í dag í góðu veðri á ÁlfsnesiSmile

Það eru allir velkomnir til okkar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn varð Bikarmeistari í karlaflokki Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. september 2016 21:39

2016sropenoddirekmeist2016sropendhrekmeist2016sropenbikar lid2016sropenbikar123ka2016sropen123ka b2016sropen123ka2016sropen2016skeetbikarmot

 

 

 

 

 

Á Bikarmeistaramóti STÍ í dag varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bikarmeistari í karlaflokki. Samhliða var keppt um Reykjavíkurmeistaratitla í karla og kvennaflokki. Meistarar urðu Dagný H. Hinriksdóttir og Örn Valdimarsson. Á Opna Reykjavíkurmótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands í A-úrslitum og í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Mótið styrktu nokkrir velunnarar félagsins með gjöfum sem notaðar voru til verðlauna. Þau voru Vesturröst, Hlað, ÓJK, Aggi byssusmiður, Tækniskólinn, Ísnes og Prentlausnir. Að loknu móti sá Matthías Þórarinsson um vegleg veisluhöld.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 93 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing