Laugardagur, 31. desember 2016 15:45 |
Áramótið í riffli var haldið á Álfsnesi í dag. Skráðir voru 16 keppendur og var skotið 10 skotum á 100 metra færi og 10 skotum á 200 metrum. Sigurvegari varð Stefán Eggert Jónsson með 197 stig (99+98), annar varð Pálmi S.Skúlason með 193 stig (98+95) og þriðja sæti voru jafnir með 190 stig þeir Hjörtur Stefánsson (92+98) og Hilmir Valsson (94+96). Fleiri myndir frá mótinu verða inná Feisbúkk síðu félagsins.
|
|
Föstudagur, 30. desember 2016 11:59 |
Nú er enn og aftur komið að tímamótum í starfi félagsin og við minnumst starfsins á árinu, sem er að líða, um leið og við horfum fram á veginn á nýju ári.
Á nýju ári, þann 2. júní nk. verður Skotfélag Reykjavkur 150 ára. Já, Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag íslands, stofnað 2. júní 1867. Við munum halda uppá...
|
Nánar...
|
Mánudagur, 19. desember 2016 17:56 |
Áramótið í Skeet verður laugardaginn 7.janúar 2017. Skráning á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Haglabyssa Skeet: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00. 75 dúfu mót
|
Föstudagur, 16. desember 2016 19:25 |
 Ásgeir Sigurgeirsson var að sigra á RIAC-mótinu í Lúxemburg í loftskammbyssu á nýju Íslandsmeti í final, 240,4 en hann hafði sett nýtt met í gær í sömu grein 238,2 stig þar sem hann hlaut silfrið. Í undankeppninni var hann með 574 stig en í úrslitum byrja allir á núlli. Hann keppir svo á þriðja mótinu á morgun. Jórunn Harðardóttir hafnaði í 21.sæti í dag með 361 stig sem er nokkuð frá hennar besta árangri.
|
Fimmtudagur, 15. desember 2016 17:00 |
Hið árlega áramót félagsins í riffli verður haldið á Gamlársdag á Álfsnesi.
Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni kl:12
Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi, 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð.
Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur.
Gott væri að fá skráningu senda á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 93 af 293 |