Áramótið í Skeet verður 7.janúar ! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 19. desember 2016 17:56

skeet vinchanc 013_sk125 issfÁramótið í Skeet verður laugardaginn 7.janúar 2017.  Skráning á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Haglabyssa Skeet: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00. 75 dúfu mót

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir var að landa gulli í Lúxemburg í dag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 16. desember 2016 19:25

2016 riac day2 1232016 riac off venueÁsgeir Sigurgeirsson var að sigra á RIAC-mótinu í Lúxemburg í loftskammbyssu á nýju Íslandsmeti í final, 240,4 en hann hafði sett nýtt met í gær í sömu grein 238,2 stig þar sem hann hlaut silfrið. Í undankeppninni var hann með 574 stig en í úrslitum byrja allir á núlli. Hann keppir svo á þriðja mótinu á morgun. Jórunn Harðardóttir hafnaði í 21.sæti í dag með 361 stig sem er nokkuð frá hennar besta árangri.

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótin á Gamlársdag á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. desember 2016 17:00

riffilskyttaHið árlega áramót félagsins í riffli verður haldið á Gamlársdag á Álfsnesi.

Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni kl:12
 Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi, 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð.
 Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur.
 Gott væri að fá skráningu senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Skotfélagi Reykjavíkur í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 11. desember 2016 19:16

2016trstadalidsr11des2016trstada123ka11des2016trstada123kv11des2016trstada11desÁ landsmóti STÍ í 50 metra Þrístöðu riffilkeppni sem haldið var í Egilshöllinni í dag féll en eitt Íslandsmetið í liðakeppninni og nú hjá körlunum. Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti metið um heil 105 stig og endaði með 3.002 stig. Sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn B. Bjarnarson og Róbert V. Ryan. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 2,578 stig en hana skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes.

Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 1,107 stig, annar varð Theódór Kjartansson úr SK með 980 stig og í þriðja sæti varð Robert V.Ryan úr SR með 955 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 493 stig, önnur varð Guðrún Hafberg úr SFK með 442 stig og í þiðja sæti varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 366 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 10. desember 2016 21:40

201650m123kalid201650m123ka201650m123kv201650mriff10desÁ landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag féll eitt Íslandsmet en sveit Skotíþróttafélags Kópavogs í kvennaflokki bætti eigið met um heil 40 stig og endaði með 1.762,5 stig. Sveitina skipuðu Bára Einarsdóttir, Margrét L. Alfreðsdóttir og Guðrún Hafberg. Í karlaflokki sigraði Stefán E. Jónsson úr SFK með 612,5 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 611,3 stig og með sama stigafjölda en færri X-tíur varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 615,9 stig, önnur varð Margrét L.Alfreðsdóttir með 581,7 stig og í 3ja sæti hafnaði Guðrún Hafberg með 564,9 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.803,1 stig (Guðmundur H.Christensen, Þorsteinn B.Bjarnarson og Þórir Kristinsson), í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,5 stig (Ívar M.Valsson, Valur Richter og Guðmundur Valdimarsson) en í þriðja sæti hafnaði sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.786,2 stig (Theodór Kjartansson,Dúi Sigurðsson og Bjarni Sigurðsson). Myndir: JAK

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót um helgina í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 08. desember 2016 11:44

2016 tritraut landsmot 11desridlar.jpg2016 50mriffill landsmot 10desridlar.jpgLandsmót í riffilgreinum fara fram í Egilshöllinni um helgina. Á laugardaginn er keppt í 50 metra liggjandi riffli og á sunnudaginn í 50 metra Þrístöðu riffli.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 91 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing