Helga Íslandsmeistari í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. ágúst 2016 18:58

2016ISLMOT123KV2016ISLMOTHELGAJOHÍslandsmótið í haglabyssugreininni skeet fer fram á Iðavöllum í Hafnarfirði um helgina. Keppni í kvennaflokki lauk í dag og varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Snjólaug M.Jónsdóttir úr MAV og í þriðja sæti Dagný H. Hinriksdóttir úr SR. Sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (SÍH) varð Íslandmsiestari í liðakeppninni en hana skipuðu ásamt Helga Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir og Anný B. Guðmundsdóttir. Önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR)  Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ó. Skaftadóttir og Sigurveig Björgólfsdóttir. Í þriðja sæti var sveit Skotfélagsins Markviss (MAV) Snjólaug M. Jónsdóttir, Jóna P.T.Jakobsdóttir og Bjarnþóra M. Pálsdóttir. Keppni í karlaflokki lýkur á morgun en staðan eftir fyrri dag er þannig að Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson úr SR eru jafnir með 68 stig, Snorri J.Valsson úr SFS er með 67 stig, Hákon Þ.Svavarsson úr SFS er með 66 stig, Jakob Þ.Leifsson úr SÍH með 65 stig og Guðmann Jónasson úr MAV með 64 stig. Keppni þeirra heldur áfram í fyrramálið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Helga bætti Íslandsmetið í Skeet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. júlí 2016 09:25

2016 ska23jul123ka2016 ska23jul123kv2016 ska23julfinal2016 ska23jullidsr2016 skeet landsmot ska 23 juliÁ landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem haldið var laugardaginn 23.júlí á Akranesi, bætti Helga Jóhannsdóttir úr SÍH Íslandsmet kvenna í haglabyssugreininni Skeet. Fyrra metið var 55 stig en Helga náði núna 57 stigum. Í öðru sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja Guðrún H. Guðjónsdóttir úr Skotfélagi Akraness. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 113-12-11 stig eftir bráðabana í úrslitum við Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness sem endaði með 111-14-11. Í þriðja sæti varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 112-11-15 stig. Liðakeppnina sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 315 stig (Örn Valdimarsson, Kjartan Ö. Kjartansson, Guðmundur Pálsson), sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar varð önnur með 298 stig (Jakob Þór Leifsson, Marinó Eggertsson, Aðalsteinn Svavarsson) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akraness með 249 stig (Stefán G. Örlygsson, Ólafur S. Ólafsson, Björn G.Hilmarsson). Fleiri myndir má finna hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn og Sigurður kepptu í Danmörku um helgina Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 18. júlí 2016 08:17

Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson kepptu á Copenhagen Grand Prix mótinu um helgina. Örn endaði í 16.sæti í Elite -flokknum með 108 stig (21 24 21 21 21) en Sigurður komst í úrtslit í A-flokknum og endaði þar í 5.sæti með 110 stig en hann var efstur fyrir úrslitin.

AddThis Social Bookmark Button
 
Evrópumótinu í haglabyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. júlí 2016 22:50

2016emlonatoEvrópumeistaramótinu í haglabyssugreinunum sem haldið var í Lonato á Ítalíu liðna viku lauk í dag. Íslands átti þrjá keppendur í Skeet. Sigurður Unnar Hauksson varð í 44.sæti með 114 stig (21 22 23 23 25), Örn Valdimarsson í 55.sæti með 111 stig (25 20 22 24 20) og Hákon Þ. Svavarsson í 57.sæti með 110 stig (22 23 22 20 23). Í keppninni jöfnuðu tveir keppendur heimsmetið 125 af 125 stigum og eins bætti ítalska sveitin heimsmetið í liðakeppni með 371 stig. Nánari úrslit má sjá hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn sigraði og Sigurður Unnar með silfrið Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 13. júní 2016 07:43

2016skeet12312juniLandsmót Stí var haldið í Þorlákshöfn um helgina. Í karlaflokki vann Örn Valdimarsson SR 114/125 +12 +13 eftir bráðabana við Sigurð Unnar Hauksson SR sem varð annar á 114/125+ 12+13 og þriðji varð Hákon Þ Svavarsson SFS á 117/125 9+ 13.
Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M Jónsdóttir úr Markviss á 52 /75. Helga Jóhannsdóttir SÍH varð önnur á 47/75 eftir bráðabana við Dagnýju frá SR, Dagný Hinriksdóttir SR þriðja á 47/75
Marinó Eggertsson SÍH sigraði unglingaflokk á sínu besta skori til þessa á 94/125

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir tekur þátt í æfingabúðum í Frakklandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. júní 2016 21:53

asgeir lon2012 air2016franceoltraincampÁsgeiri Sigurgeirssyni var boðið að taka þátt í æfingabúðum í Frakklandi sem eru sérstaklega ætlaðar þeim skotmönnum sem þegar hafa tryggt sér kvótapláss á Ólympíleikana í Ríó í sumar. Þó hann hafi ekki enn fengið sæti á þeim og alls ekki öruggt að hann nái þangað þá var honum boðið að vera með í hópi þeirra bestu. Æft er alla daga og jafnframt keppt daglega. Hægt er að fylgjast með skorinu á úrslitasíðu SIUS hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 97 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing