Mánudagur, 18. júlí 2016 08:17 |
Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson kepptu á Copenhagen Grand Prix mótinu um helgina. Örn endaði í 16.sæti í Elite -flokknum með 108 stig (21 24 21 21 21) en Sigurður komst í úrtslit í A-flokknum og endaði þar í 5.sæti með 110 stig en hann var efstur fyrir úrslitin.
|
|
Sunnudagur, 10. júlí 2016 22:50 |
Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinunum sem haldið var í Lonato á Ítalíu liðna viku lauk í dag. Íslands átti þrjá keppendur í Skeet. Sigurður Unnar Hauksson varð í 44.sæti með 114 stig (21 22 23 23 25), Örn Valdimarsson í 55.sæti með 111 stig (25 20 22 24 20) og Hákon Þ. Svavarsson í 57.sæti með 110 stig (22 23 22 20 23). Í keppninni jöfnuðu tveir keppendur heimsmetið 125 af 125 stigum og eins bætti ítalska sveitin heimsmetið í liðakeppni með 371 stig. Nánari úrslit má sjá hérna.
|
Mánudagur, 13. júní 2016 07:43 |
Landsmót Stí var haldið í Þorlákshöfn um helgina. Í karlaflokki vann Örn Valdimarsson SR 114/125 +12 +13 eftir bráðabana við Sigurð Unnar Hauksson SR sem varð annar á 114/125+ 12+13 og þriðji varð Hákon Þ Svavarsson SFS á 117/125 9+ 13. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M Jónsdóttir úr Markviss á 52 /75. Helga Jóhannsdóttir SÍH varð önnur á 47/75 eftir bráðabana við Dagnýju frá SR, Dagný Hinriksdóttir SR þriðja á 47/75 Marinó Eggertsson SÍH sigraði unglingaflokk á sínu besta skori til þessa á 94/125
|
Föstudagur, 10. júní 2016 21:53 |
Ásgeiri Sigurgeirssyni var boðið að taka þátt í æfingabúðum í Frakklandi sem eru sérstaklega ætlaðar þeim skotmönnum sem þegar hafa tryggt sér kvótapláss á Ólympíleikana í Ríó í sumar. Þó hann hafi ekki enn fengið sæti á þeim og alls ekki öruggt að hann nái þangað þá var honum boðið að vera með í hópi þeirra bestu. Æft er alla daga og jafnframt keppt daglega. Hægt er að fylgjast með skorinu á úrslitasíðu SIUS hérna.
|
Föstudagur, 10. júní 2016 21:44 |
Landsmót í haglabyssugreininni Skeet fer fram á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina.
|
Föstudagur, 10. júní 2016 08:24 |
Norrænu sjúkrahúsleikarnir verða haldnir í Egilshöllinni í fyrramálið. Starfsmenn sjúkrahúsa Norðurlandanna etja þar kappi með loftriffli.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 95 af 291 |