Sunnudagur, 23. október 2016 14:18 |

Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður var að ljúka keppni hjá liði sínu TSV Ötlingen í Þýskalandi. Þetta er önnur helgin á þessu keppnistímabili sem hann heldur utan til keppni með liði sínu í Bundesligunni. Ásgeiri gekk fanta vel um helgina. Í gær var skorið frábært 388 stig en mótherinn hans Aadreas Riedener skoraði 377 stig . Keppti TSV Ötlingen við SV Altheim Waldhausen og vann Ötlingen þá viðureign 3 - 2.
Rétt í þessu var að ljúka viðureign TSV Ötlingen við SSG Dynamit Furth. Ásgeir vann sína viðureign við Alessio Torracchi með mjög góðu skori 386 stig á móti 377 stigum Alessio. Ötlingen tapaði viðureigninni 4-1
|
|
Sunnudagur, 23. október 2016 14:05 |
Á landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffli, sem haldið var á Ísafirði laugardaginn 22.október sigraði Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 614,5 stig, annar var Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 612,3 stig og í þriðja sæti Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 608,8 stig. Aðeins einn keppandi mætti í kvennaflokk, Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, og endaði hún með 612,4 stig.
|
Fimmtudagur, 13. október 2016 11:32 |
 STÍ og ISSF hafa náð samkomulagi um að halda hér á landi námskeið fyrir skammbyssu-og riffilþjálfara. Þetta námskeið er s.k. "D-course for Regional Coaches" Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Kennarar verða Zeljko Toodorovic og Goran Maksimovic frá Alþjóðaskotsambandinu ISSF. Reiknað er með að námskeiðsgjald verði kr. 35,000 á þátttakanda og inninfalin eru kennslugögn ásamt hádegismat og kaffiveitingum. Þátttakendur þurfa að senda skráningu á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
fyrir 24.október n.k. með nafni og kennitölu.
|
Fimmtudagur, 13. október 2016 11:18 |
Riðlaskipting landsmótsins í loftskammbyssu og loftriffli sem haldið verður í Digranesi í Kópavogi á laugardaginn er komin hérna http://skotkop.is/frett.php?id=25
http://skotkop.is/frett.php?id=25
|
Sunnudagur, 09. október 2016 10:57 |
Um helgina fór Ásgeir Sigurgeirsson skotmaður í sína fyrstu keppnisferð þessa keppnistímabils tíl Þýskalands til að keppa með liðinu sínu TSV Ötlingen í Þýsku Bundesligunni. Hann er í fanta formi, vann báðar viðureignir sínar, og liðið hans TSV Ötlingen gerði slíkt hið sama. Fyrri viðureignin var í gær og sú seinni var að ljúka rétt í þessu.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 95 af 293 |