Skotsvæðið á Álfsnesi vel sótt Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. október 2016 17:54

Það eru allir hjartanlega velkomnir á skotsvæðin hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Skotfélag Reykjavíkur er með starfsemi á Álfsnesi, undir Esjuhlíðum, og í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Í dag (laugardaginn 1. október) var mikið um að vera á haglabyssuvöllunum hjá okkur en það er greinilegt að þeir sem hyggja á rjúpnaveiðar eru byrjaðir að hita sig upp fyrir komandi rjúpnavertíðSmile

Til gamans má geta þess að rjúpnaveiðitímabilið í ár er 12 dagar sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:
Föstudaginn 28. október til sunnudags 30. október. 3 dagar.
Föstudaginn 4. nóvember til sunnudags 6. nóvember. 3 dagar.
Föstudaginn 11. nóvember til sunnudags 13. nóvember. 3 dagar.
Föstudaginn 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember. 3 dagar.

Sjá nánar á http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/

Það verður opið hjá okkur á Álfsnesi í sérstakri rjúpnaopnun dagana fyrir fyrstu helgina sem rjúpnaveiðar eru leyfilegar SmileHvetjum sem flesta til að koma að æfa sigSmile

Sjá nánar http://sr.is/opnunartimar

Góða skemmtun...

2016fedgaralfsens.jpg

Þessir yndislegu feðgar voru að æfa sig í dag í góðu veðri á ÁlfsnesiSmile

Það eru allir velkomnir til okkar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn varð Bikarmeistari í karlaflokki Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. september 2016 21:39

2016sropenoddirekmeist2016sropendhrekmeist2016sropenbikar lid2016sropenbikar123ka2016sropen123ka b2016sropen123ka2016sropen2016skeetbikarmot

 

 

 

 

 

Á Bikarmeistaramóti STÍ í dag varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bikarmeistari í karlaflokki. Samhliða var keppt um Reykjavíkurmeistaratitla í karla og kvennaflokki. Meistarar urðu Dagný H. Hinriksdóttir og Örn Valdimarsson. Á Opna Reykjavíkurmótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands í A-úrslitum og í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Mótið styrktu nokkrir velunnarar félagsins með gjöfum sem notaðar voru til verðlauna. Þau voru Vesturröst, Hlað, ÓJK, Aggi byssusmiður, Tækniskólinn, Ísnes og Prentlausnir. Að loknu móti sá Matthías Þórarinsson um vegleg veisluhöld.

AddThis Social Bookmark Button
 
Helga Jóhannsdóttir úr SÍH Bikarmeistari STÍ Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. september 2016 20:41

2016 bikarmot sti konur og stada2016helgajohbikmeist2016rekopenday12016bikmot123kvHelga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð í dag Bikarmeistari STÍ í Skeet. Keppnin fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Hún endaði með 46 stig+8+8. Önnur varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV með 47 stig+7+7 og í þriðja sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 42 stig+6+7. Keppni í karlaflokki heldur áfram á morgun og eins í Reykjavík Open. Staðan þar er þannig að Örn Valdimarsson úr SR leiðir með 68 stig, annar er Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með  65 stig og í þriðja sæti er Sigurður U. Hauksson úr SR með 63 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavik Open í haglabyssu um helgina Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 02. september 2016 15:39

2016sropen timetable newOpna Reykjavíkurmótið í Skeet verður haldið á Álfsnesi um helgina. Samhliða er Bikarmeistaramót STÍ haldið. Tímataflan er hér til hliðar.

Lokað er á haglavöllum fyrir almennar æfingar en opið verður á riffilsvæðinu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Big-Bore mótið fór fram í kvöld Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 15. ágúst 2016 20:09

2016bigbore123Hið árlega Big-Bore riffilmót Hlað fór fram í kvöld. Ágæt mæting var og allar 18 brautirnar uppteknar í riffilskýlinu. Sigurvegari varð Arnfinnur A. Jónsson, Eiríkur Björnsson varð annar og í þriðja sæti hafnaði Theodór Kjartansson. Keppt var með rifflum með yfir 8mm hlaupvídd á 100 metra færi, standandi og skaut hver maður 10 skotum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sigurður U. Hauksson varð Íslandsmeistari í skeet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. ágúst 2016 16:34

2016ISLMOTSIDDI2016ISLMOT123KA2016ISLMOTBLIDSR2016ISLMOTJUNIOR2016ISLMOTOLDUNGAR2016ISLMOTSRKEPPKASigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki í haglabyssugreininni Skeet. Annar varð Örn Valdimarsson úr SR (114+11/12) og í þriðja sæti Hákon Þ.Svavarsson úr SFS (105+13/14). Í unglingaflokki varð Marinó Eggertsson úr SÍH (90) Íslandsmeistari. Í öldungaflokki varð Gunnar Sigurðsson úr SR ( 74) Íslandsmeistari. Íslandsmeistari í liðakeppni varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 316 stig (Örn Valdimarsson 114,Sigurður U.Hauksson 114, Kjartan Ö.Kjartansson 88). Í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 286 stig (Hörður Sigurðsson 95, Marinó Eggertsson 90, Jakob Þ.Leifsson 101) og í þriðja sæti B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 253 stig (Guðmundur Pálsson 101, Gunnar Sigurðsson 78, Halldór Helgason 74).

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 96 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing