Íslandsmet í 50m riffli á Íslandsmótinu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 01. maí 2016 16:05

2016jontorislm50m2016 60sk islmot 30 aprilJón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50m liggjandi riffli þegar hann skoraði 623,7 stig á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 30. apríl. Þessi árangur Jóns Þórs dugði honum að sjálfsögðu til Íslandsmeistaratitils í karlaflokki en Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 615,5 stig. Guðmundur Helgi varð jafnframt Bikarmeistari keppnistímabilsins.

Þriðja sætið kom svo í hlut Vals Richters sem keppti fyrir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar en Valur skoraði 611 stig.
Í kvennaflokki varð Bára Einarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, (SFK) Íslandsmeistari en stig Báru voru 608,2 stig. Jórunn Harðardóttir, SR, varð önnur á 599 stigur og Íris Eva Einarsdóttir, einnig úr SR, varð þriðja með 568,3 stig. Í liðakeppni karla sigraði A sveit SFK með 1817,7 stig en sveitina skipuðu Stefán Eggert Jónsson og Arnfinnur Auðunn Jónsson auk Jóns Þórs. A sveit SÍ varð í öðru sæti liðakeppninnar með 1796,3 stig en sveit Ísfirðinganna skipuðu Valur Richter, Guðmundur Valdimarsson og Ívar Már Valsson.  A sveit SR varð þriðja skipuð þeim Guðmundi Helga, Þorsteini B. Bjarnarsyni og Þóri Kristinssyni. Skor þeirra var 1791 stig. Ein sveit mætti til leiks í liðakeppni kvenna, A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs, skipuð Báru Einarsdóttur, Guðrúnu Hafberg og Margréti Lindu Alfreðsdóttur. Samanlagt skor þeirra var 1714,7 stig Á Íslandsmeistaramótinu var keppt í flokkum og varð Jón Þór Íslandsmeistari í Meistaraflokki. Valur Richter, SÍ, varð Íslandsmeistari í 1. flokki. Þórir Kristinsson, SR, varð Íslandsmeistari í 2. flokki og Bjarni Sigurðsson, Skotdeild Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í 3. flokki. Í Meistaraflokki kvenna varð Bára Einarsdóttir Íslandsmeistari. Íris Eva varð Íslandsmeistari í 3. flokki og Guðrún Hafberg í 0 flokki.  Ljósm.JAK

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Þrístöðu riffli á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 29. apríl 2016 15:47

2016tritraut1mairidlarÍslandsmótið í Þríþraut fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn 1.maí. Keppnisæfing er á morgun laugardag kl.16-19

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ í dag vegna veðurs Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 28. apríl 2016 16:11

LOKAÐ er á Álfsnesi í dag vegna veðurs !!! Vindhviður hafa farið uppí 37 m/sek nú seinni partinn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmótið fór fram í kvöld Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. apríl 2016 22:07

2016rvikurmotloft27apr2016rekmotloftallirMeistaramót Reykjavíkur í loftskammbyssu og loftriffli fór fram í Egilshöllinni í kvöld. Reykjavíkurmeistarar urðu sem hér segir: Í loftskammbyssu karla Ásgeir Sigurgeirsson, í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir og í unglingaflokki Margrét Þ. Skowronski. Í loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen og í kvennaflokki Íris Eva Einarsdóttir. Fleiri myndir hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmótið í loftbyssu á miðvikudag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 25. apríl 2016 20:28

margretskowronskiap40loReykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni á miðvikudaginn. Mótið hefst kl.17:00 og ætti að verða lokið um 20:30. Fyrirkomulag er þannig að menn fara útá braut um leið og pláss leyfir. Hægt verður að hefja keppni í síðasta lagi kl. 19:30. Flestar bestu skyttur landsins eru skráðar til leiks og má því búast við harðri keppni. Efstu keppendur úr Skotfélagi Reykjavíkur hljóta titilinn Reykjavíkurmeistari 2016.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir náði 9.sætinu í Ríó Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. apríl 2016 13:58

asgsig loft m steyrÁsgeir Sigurgeirsson var að ljúka keppni á Heimsbikarmótinu í Ríó í Brasilíu. Hann keppti núna í Frjálsri skammbyssu og hafnaði þar í 9.sæti og vantaði aðeins 1 stig til að komast í úrslit. Skorið var fínt hjá honum eða 558 stig og 11 x-tíur (92-95-97-92-89-93). Mótið var prufumót fyrir Ólympíuleikana í sumar á sama stað en Ásgeir hefur ekki tryggt sæti á þeim. Það verður ekki ljóst fyrr en í sumar hvort hann öðlist þátttökurétt fyrir Íslands hönd.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 98 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing