Ásgeir einu stigi frá úrslitum í dag ! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. janúar 2012 14:07

Ásgeir endaði mótið í dag á 579 stigum og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit. Frábær árangur hjá honum á þessum tveimur mótum í Þýskalandi og vonandi að það efli hann fyrir átökin á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Skorið var alveg frábært í dag, 95 97 100 98 96 93 og 22x-tíur. Hann endaði í 13.sæti á þessu gríðarsterka móti en keppendur voru alls 83 talsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Opið á Álfsnesi í dag 12-16 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. janúar 2012 12:00

Það er opið á Álfsnesi í dag hjá okkur í dag til kl. 16.  Lokað í Egilshöllinni

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir með silfur í München !!! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. janúar 2012 17:31
gkg_1319Ásgeir Sigurgeirsson náði silfurverðlaunum  á stórmótinu IWK í München í Þýskalandi í dag. Hann skaut frábærlega í úrslitunum með 101,7 stig + 583 í undankeppninni og endaði því með 684,7 stig. Sigurvegarinn varð Oleg Omelchuk frá Úkraínu var með 687.2 stig en hann er í 7.sæti á heimslistanum, Andrija Zlatic frá Serbíu varð í 3ja sæti með 684,3 stig en hann er í öðru sæti á heimslistanum. Það verður gaman að sjá hvað Ásgeir gerir svo á mótinu á morgun. Í 4.sæti varð Yusuf Dikec frá Tyrklandi sem er í 3.sæti á heimslistanum, fimmti varð Juraj Tuzinsky frá Slóvakíu sem er í 20.sæti heimslistans, Ivan Bidnyak frá Úkraínu varð sjötti en hann er í 18.sæti listans, Damir Mikec frá Serbíu varð sjöundi en hann er í 14.sæti heimslistans og Tomoyuki Matsuda frá Japan varð svo í áttunda sæti en hann er í 4.sæti heimslistans. Ásgeir er sem stendur í 63.sæti listans í loftskammbyssu. Þess má einnig geta að allir keppinautar Ásgeirs í úrslitunum eru búnir að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London í ágúst ! /gkg /
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir er í 3.-4.sæti fyrir final í loftskammbyssu ! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. janúar 2012 16:04

Ásgheir er í 3.-4.sæti fyrir final á stórmótinu í Þýskalandi. Finalinn hefst núna kl.16:30 og verður spennandi að fylgjast með honum þar. Hann er með 583 stig. Sá sem er í fyrsta sæti er með 586 og sá áttundi er með 581 stig. Það getur því allt gerst í úrslitunum.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Tímasetning á mótinu í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 26. janúar 2012 16:29

Ásgeir keppir á föstudag kl.13:45 síðan er final kl. 16:30. Á laugardag kl. 11:30 og final er kl. 14:30

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir í Þýskalandi á föstudag og laugardag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. janúar 2012 11:02

Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskyttan okkar, er að fara til Þýskalands, þar sem hann keppir í loftskammbyssu á föstudag og laugardag. Þetta er eitt sterkasta alþjóðlega mótið á hverju ári. Allir þeir bestu mæta þar og reyna með sér. Keppt er á skotsvæði Bæverska skotsambandsins á svæði sem er sérhannað til skotfimi. Mynd af því er hérna. Hægt er einnig að fylgjast með skorinu beint hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 Næsta > Síðasta >>

Síða 209 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing