Örn sigraði á landsmótinu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. maí 2012 16:38

Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á landsmótinu í skeet á Álfsnesi í dag með 129 stig eftir harða keppni við Pétur T.Gunnarsson úr SÍH sem endaði á 127 stigum. Þriðji varð svo Hákon Þ. Svavarsson  úr SFS með 123 stig. Margrét E.Hjálmarsdóttir úr SR sigraði í kvennaflokki og Dagný H.Hinriksdóttir SÍH varð önnur. Í unglingaflokki sigraði Sigurður U.Hauksson frá Húsavík. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með Örn Valdimarsson, Þorgeir M.Þorgeirsson og Stefán G.Örlygsson innaborðs með 299 stig. Í öðru sæti A-sveit SÍH með 274 stig og í því þriðja B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með Ellert Aðalsteinsson, Gunnar Sigurðsson og Guðmund Pálsson á 263 stig. Myndir komnar frá lokadeginum hérna.
skeet sr landsmot 5 6 mai 2012

AddThis Social Bookmark Button
 
Hjónin urðu Íslandsmeistarar í dag !! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. maí 2012 21:00

Guðmundur Helgi Christensen og Jórunn Harðardóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í enskum riffli (60 skot liggjandi ) með cal.22lr rifflum. Jórunn setti einnig nýtt Íslandsmet í samanlögðu 673,5 stig. Þau keppa fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með titlana.
60sk liggjandi islandsmot sti 5 mai 2012

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrri dagur Skeet mótsins Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. maí 2012 17:07

Fyrri degi Landsmótsins á Álfsnesi er nú lokið. Keppni í kvennaflokki er nú okið og sigraði Margrét E. Hjálmarsdóttir úr SR með 27 stig en Dagný H. Hinriksdóttir úr SÍH varð önnur með 24 stig. Í karlaflokki er Pétur T.Gunnarsson úr SÍH efstur með 63 stig, Stefán G.Örlygsson úr SR er annar með 60 stig og Örn Valdimarsson einnig úr SR er jafn honum í 3ja sæti með 60 stig. Keppni heldur áfram í fyrramálið og hefst keppni kl.10:00. Úrslitin/Final hefjast svo kl.15:00 skv.dagskrá. Nokkrar myndir komnar hérna.
skeet sr landsmot 5 6 mai 2012 fyrri

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensenmótið í kvöld Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. maí 2012 23:10

Christensen-mótið í loftbyssugreinunum var haldið í kvöld í Egilshöllinni. Í Loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 583 stig, Tómas Viderö varð annar með 564 stig og þriðji varð Guðmundur Kr.Gíslason með 560 stig. Í Loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 565 stig, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir með 559 stig og í þriðja sæti Íris Eva Einarsdóttir með 550 stig. Nokkrar myndir hérna.
loftbyssa christensenmt 2 ma 2012

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlar Skeet mótsins um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. maí 2012 13:41

Riðlaskipting landsmótsins í skeet um helgina er komin hérna.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensen-mótið miðvikudaginn 2.maí Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 30. apríl 2012 21:44

Miðvikudaginn 2. maí verður hið árlega Christensenmót í Loftskammbyssu og Loftriffli haldið í Egilshöll.

Mótið hefst kl. 16 og verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður, þ.e. hægt er að mæta frjálst á bilinu kl. 16 til kl. 19:30 í síðasta lagi.

Keppt er í opnum flokkum í skammbyssu og riffli og skjóta bæði kyn 60 skotum. Mótið er STÍ mót og verður sérstaklega haldið utan um 40 fyrstu skot í kvennaflokki þar sem árangur í mótinu gildir til meta og flokka. Eins og venjulega verður boðið upp á gómsætar veitingar.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 Næsta > Síðasta >>

Síða 202 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing