Föstudagur, 03. september 2010 17:54 |
Einhver truflun verður á fyrri parti opnunartíma á Álfsnesi á morgun vegna námskeiðahalds.
|
|
Fimmtudagur, 02. september 2010 12:01 |
Komin er samantekt á skori í skeet á þessu tímabili. Taflan er hérna.
|
Þriðjudagur, 31. ágúst 2010 17:40 |
Á Grafarvogsdeginum sem haldinn er hátíðlegur á laugardaginn kemur verður félagið með opið í Egilshöllinni kl. 12 til 16. Innanhúskeppnisgreinar í skotfimi verða kynntar og verður hægt að skjóta af loftrifflum og loftskammbyssum félagsins undir leiðsögn reyndra keppenda SR. Aldurstakmark er 18 ár en 15-17 ára með skriflegt leyfi frá foreldrum fá einnig að skjóta.
|
Mánudagur, 30. ágúst 2010 11:32 |
Í dag verður opið kl.17-21, á morgun þriðjudag kl.16-21, miðvikudag og fimmtudag kl.17-21. Og svo á laugardaginn kl.10-18. Athguið þó að truflun verður á starfseminni vegna námskeiðahalds á laugardaginn.
|
Sunnudagur, 29. ágúst 2010 18:01 |
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á mótinu í dag og varð einnig Reykjavíkurmeistari í skeet 2010. Hann skaut 114 undankeppninni og svo 22 í úrslitum og endaði á alls 136 dúfum. Guðmann Jónasson frá skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð annar með 135 stig, eftir bráðabana við Íslandsmeistarann úr sama félaginu, Bergþór Pálsson. ÍB-úrslitum sigraði Þórður Kárason úr SÍH á 103 dúfum, annar varð Óskar R. Karlsson úr SR á 102 dúfum og í 3ja sæti hafnaði Vignir J.Vignisson á 101 dúfu. Úrslitin eru hérna og eins myndir frá mótinu hérna. Þökkum styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn en þeir voru að þessu sinni Sportvörugerðin, Ísnes, Vesturröst, Ellingsen og Hlað.
|
Laugardagur, 28. ágúst 2010 17:31 |
Á Opna Reykjavíkurmótinu er Guðmann Jónasson frá Blönduósi efstur eftir fyrri dag með 69 dúfur, en í öðru til þriðja sæti eru jafnir með 68 dúfur þeir Örn Valdimarsson úr okkar félagi og Bergþór Pálsson, Íslandsmeistarinn frá Blönduósi. Í B-keppninni er Þórður Kárason frá Hafnarfirði efstur með 51 dúfu en unglingurinn okkar, Óskar R. Karlsson, er í öðru sæti með 50 dúfur og svo Vignir J.Vignisson í 3ja sæti með 49 dúfur. Keppnin um verðlaunasætin verður því mjög spennandi á morgun. Keppni hefst kl.10:00 og verða þá skotnir 2 hringir en úrslitin hefjast svo kl.13:45. Staðan eftir fyrri daginn er hérna. Myndir frá keppni dagsins eru svo hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 247 af 291 |