Bergþór Pálsson Íslandsmeistari karla Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. ágúst 2010 18:52
Bergþór Pálsson úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð í dag Íslandsmeistari í haglabyssu-skeet og skaut þar 114 skífur af 125. Í öðru sæti varð Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í 3ja sæti varð svo Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í unglingaflokki sigraði Sigurður U.Hauksson úr Skotfélagi Húsavíkur, í öðru sæti varð Pétur H. Friðriksson einnig frá Húsavík og í 3ja sæti varð Óskar R. Karlsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍH, í öðru sæti varð sveit SFS og í því 3ja sveit SR. Íslandsmeistarar voru einnig krýndir í öllum flokkum, í Meistaraflokki Sigurþór Jóhannesson úr SÍH, í 1.flokki Bergþór Pálsson úr MAV, í 2.flokki Hilmar Árnason úr SR, í 3.flokki Þórður Kárason úr SÍH, í 0.flokki Vignir J. Vignisson úr SR og í öldungaflokki Halldór Helgason úr SR. Nánari úrslit eru komin á úrslitasíðuna og svo er myndasyrpa að koma hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Inger Anna Ericson Íslandsmeistari kvenna í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. ágúst 2010 21:32
Fyrri degi Íslandsmótsins í haglabyssu-skeet sem haldið er á völlum félagsins er nú lokið og var nýr Íslandsmeistari í kvennaflokki krýndur í dag í dag. Inger Anna Ericson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitakeppnina. Í karlaflokki leiðir Bergþór Pálsson úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi en fast á hæla hans koma Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur og Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Keppni hefst aftur í fyrramálið kl. 10:00 en finalinn hefst kl.15:00. Staðan eftir fyrri dag er hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting á Íslandsmótinu í Skeet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 13. ágúst 2010 09:56
Hér er riðlaskiptingin fyrir Íslandsmótið í Skeet, dagana 14.-15. ágúst 2010 og uppröðun manna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Lokun á haglavöllum vegna Íslandsmóts Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 14:18
Athugið að lokað er á haglavöllum félagsins á laugardag vegna Íslandsmóts í Skeet.
AddThis Social Bookmark Button
 
Mótagjöld í Íslandsmótinu í Skeet Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 14:17

Mótagjöldin um helgina er kr 8.000 í karlaflokki og kr 5.000 í kvennaflokki. Final í karlaflokki er á sunnudeginum og í kvennaflokki á laugardeginum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Nágrannar á Kjalarnesi athugið Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 12:04

Um helgina fer fram Íslandsmótið í haglabyssu á völlum félagsins á Álfsnesi. Vegna þess hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar samþykkt undanþágu til okkur um rýmkaðan opnunartíma á sunnudeginum kl.10 til 18:00. 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 244 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing