Áramótið í Skeet 31.des Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 23. desember 2010 14:33

Áramótið í skeet verður að vanda haldið á Gamlársdag og hefst kl.11:00. Mæting kl.10:30 og er mótagjald kr. 3,000.  Æskilegt að keppendur skrái sig á netfanginu: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  svo hægt sé að raða uppí riðlar.  Skotnir verða 3 hringir og final. Hlað og Ísnes styrkja mótið. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramót SR 2010 - Bench-Rest 100m Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 22. desember 2010 11:40

Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur heldur árlegt Áramót SR í Bench-Rest föstudaginn 31. desember 2010. Mæting er kl. 10:00 en fyrsta hrinan verður skotin kl:11:00  

Skotið verður svokallað „Varmint for score“ á 100 metrum samkvæmt amerískri fyrirmynd. Í stórum dráttum gengur það út á að hitta miðpunkt skotskífu sem er 1/4 tomma og stig gefin eftir því. Keppnin samanstendur af því að skotnar verða 5 skífur með 5 punktum hver eða samtals 25 skot sem ákvarða árangur. Á hverri skífu er punktur sem skjóta má að vild, svokallaður sighter. Á undan fyrstu keppnisskífunni er skotið á eina skífu svokallað „warm- up“ til þess að menn geti stillt sig inn og áttað sig á vindi eða öðrum skilyrðum. Fyrir warm- up hrinuna hafa menn 10 mínútur en 7 mínútur fyrir hinar.  Allir rifflar eru gjaldgengir og allir sjónaukar leyfilegir. Skotið er af resti og sandpoka eða tvífæti ef menn vilja. Mussle break eru ekki heimil. Þátttakendum verður skipt í þrjá flokka eftir gerð riffla. 

  1. Óbreyttir veiðirifflar
  2. Breyttir veiðirifflar
  3. Bench-Rest rifflar

Mótstjóri ákvarðar flokkun keppenda eftir gerð riffla. 

Skráning í mótið er á staðnum.

Einhverjar veitingar verða á boðstólum eftir að móti lýkur.  Allir skotmenn eru velkomnir. Mótagjald kr. 1.000-  ( sama verð fyrir utanfélagsmenn jafnt og félagsmenn ) Skotfélags Reykjavíkur. Þess má einnig geta að Hlað og Ísnes styrkja mótahaldið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir hlaut styrk frá ÍBR Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. desember 2010 17:03

IBR Styrkþegar

Ásgeir Sigurgeirsson hlaut í dag styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur vegna frábærs árangurs á árinu 2010. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir sigraði í Luxemburg !! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. desember 2010 16:06

Ásgeir Sigurgeirsson var að sigra á alþjóðlega mótinu í Luxemburg eftir spennandi úrslitakeppni við rússneska keppinauta sína. Hann skaut 100,3 stig í úrslitum eða alls 684,3 stig. Íslandsmetið sem hann á sjálfur var í hættu á tímabili en það er 685,4. Þetta er hans besta skor á alþjóðavettvangi og veður eflaust vítamínsprauta fyrir hann í framtíðinni. Í öðru sæti varð Bronsverðlaunahafi síðustu Ólympíuleika Vladimir Isakov sem skaut 98,5 í úrslitunum og samtals 679,5 stig. Í þriðja sæti varð Belginn Jean-Marc Derouaux með 100,7 stig í úrslitum og alls 677,7 stig. Þar á eftir komu 4 Rússar, Alexander Danilov 677 stig, Rinat Ayupov 676,6 stig, Sergei Chervyakovskiy með 676,1 stig og Denis Kulakov með 674,1. Í áttunda sæti varð svo Patrick Decker frá Luxembourg með 668,4 stig. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokamótið í Luxemburg hafið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. desember 2010 10:28

3ja og síðasta mótið sem Ásgeir tekur þátt í í Luxemburg er nú hafið. Skorið er sem fyrr í beinni hérna  http://www.fltas.lu/riac_2010/live/ Eftir fyrstu 50 skotin er hann efstur, 1 stigi á undan Isakov margföldum sigurvegara Rússa á stórmótum, m.a.2 brons á Ólympíleikum. Næstíðasta sería Ásgeirs var 100 stig, fullkomið skor ! Undankeppninni er nú lokið og er Ásgeir efstur fyrir úrslitin sem hefjast kl.15:30 að íslenskum tíma.  Hann er á mjög góðu skori, 584 stigum en serían hans var 99 97 95 96 100 97 ! Þetta er besta skor Ásgeirs á erlendu móti. Ekki slæmt ná því í harðri keppni við rússneska landsliðið.

AddThis Social Bookmark Button
 
RIAC dagur 2 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 17. desember 2010 13:56

Nú stendur yfir önnur keppni Ásgeirs í Luxemburg. Hægt er að fylgjast með skorinu jafnóðum á netinu http://www.fltas.lu/riac_2010/live/  . Úrslitin hefjast seinna í dag kl.17:00. Ásgeir hafnaði í 5.sæti einsog í gær á eftir Rússunum. Nú er bara að bretta upp ermarnar og þjarma að þeim á morgun.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 241 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing