Miðvikudagur, 12. janúar 2011 17:55 |
Tómas Viderö sigraði á loftskammbyssumótinu á laugardaginn. Ásgeir Sigurgeirsson var með 575 stig fyrir úrslitin en Tómas 573 stig. Að loknum final var Tómas 0,1 stigi á undan Ásgeiri. Jórunn Harðardóttir sigraði í kvennaflokki með 369 stig. Guðmundur Helgi Christensen vann svo í loftriffli með 564 stig. Í liðakeppninni sigraði okkar lið með þá Ásgeir,Benedikt og Jodda innanborðs. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði svo Íslandsmet sitt í Frjálsri skammbyssu á landsmótinu í Digranesi á sunnudeginum, 555 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 499 stig og í því 3ja Guðmundur Helgi Christensen með 465 stig. Einnig var keppt í Staðlaðri skammbyssu og þar sigraði Karl Kristinsson með 507 stig. Í öðru sæti varð gamla kempan Gunnar Sigurðsson með 455 stig og í þriðja sæti hafnaði svo gítarleikarinn Jón Árni Þórisson með 453 stig.
|
|
Miðvikudagur, 05. janúar 2011 22:11 |
Á hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ á Grand Hóteli í kvöld, var þeim Ásgeiri og Jórunni veitt viðurkenning fyrir að hafa verið valin íþróttamenn ársins hjá STÍ.
|
Mánudagur, 03. janúar 2011 16:21 |
Á siðastliðnu ári unnu félagsmenn okkar til 13 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum en þeir eru: - 60sk liggjandi riffill kvenna - Jórunn Harðardóttir
- Loftskammbyssa karla - Ásgeir Sigurgeirsson
- Loftskammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
- Loftriffill karla - Guðmundur Helgi Christensen
- Loftriffill kvenna - Jórunn Harðardóttir
- Loftriffill kvenna unglinga - Íris Eva Einarsdóttir
- Sportskammbyssa karla - Karl Kristinsson
- Sportskammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
- Stöðluð skammbyssa karla - Karl Kristinsson
- Stöðluð skammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
- Frjáls Skammbyssa karla - Ásgeir Sigurgeirsson
- Frjáls skammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
- Gróf Skammbyssa karla - Karl Kristinsson
Stjórn félagsins óskar ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hvetur ykkur til frekari afreka á árinu 2011.
|
Laugardagur, 01. janúar 2011 15:18 |
Stjórn félagsins þakkar samstarfið á liðnu ári og óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins farsældar á nýju ári. Um áramót er oft horft um öxl og farið yfir starfið á liðnu ári.
|
Nánar...
|
Laugardagur, 01. janúar 2011 14:42 |
Á Gamlársdag hélt félagið hin árlegu Áramót í riffli Bench-Rest og Ólympískri Skeet-haglabyssu. 40 keppendur mættu og spreyttu sig við fínar aðstæður. Áramótið á sér langa hefð og var, og er, ávallt síðasta íþróttamótið sem haldið er af aðildarfélögum Íþróttabandalags Reykjavíkur á hverju ári. Í fyrra var ákveðið að halda mótið einnig í riffilkeppni og hefur það mælst afar vel fyrir. Reyndar fór aðeins að blása og kólna þegar á leið en allir höfðu gaman af. Úrsilt eru nánar hérna í haglabyssunni og hérna í rifflinum. Myndir frá verðlaunaafhendingunni eru svo hérna.
|
Fimmtudagur, 30. desember 2010 12:29 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur útnefnt þau Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunni Harðardóttur sem Skotíþróttakarl-og konu Ársins 2010. Þau eru bæði úr okkar okkar félagi. Fyrir hönd allra félagsmanna óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þetta og óskum þeim alls hins besta í náinni framtíð.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 240 af 291 |